Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að eiga aðild að láti föður síns, tannsmiðsins Hans Roland Löf, föstudaginn 11. mars, neitar sök.
RÚV greinir frá og vitnar í ónefndar heimildir.
Margrét hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 7. maí. Hún er talin hafa veitt bæði föður sínum og móður áverka í aðdraganda andláts föðurins. Móðirin tilkynnti um atvikið til lögreglu og eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang voru bæði hjónin flutt á sjúkrahús. Þar lést Hans Roland Löf, en hann varð áttræður þennan dag.
Heimili fjölskyldunnar er í einbýlishúsi við götuna Súlunes í Garðabæ. Öll þrjú voru skráð þar til heimilis og þar áttu atburðirnir sér stað.