Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Frá þessu greinir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í tilkynningu til starfsmanna.
„Ég óska henni innilega til hamingju með starfið og hlakka til samstarfsins á næstu árum,“ sagði Stefán í tilkynningunni.
Eva lét af störfum sem sjónvarpsstjóri hjá Stöð 2 í janúarbyrjun en þar hafði hún starfað frá árinu 2005.