fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Villikettir styðja frumvarp Ingu – „Þetta er það sárasta sem við gerum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 15:30

Villikettir eiga oft erfitt líf. mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndarfélagið Villikettir fagnar frumvarpi Ingu Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, um hunda og kattahald í fjöleignarhúsum. Segja samtökin af margir kettir lendi á vergangi við flutninga fólks sem má ekki hafa þá á nýju heimili.

Í umsögn félagsins segir að bann við kattahaldi hafi bein áhrif á starfsemi þess og valdi því álagi.

„Hluti okkar skjólstæðinga koma til okkar frá fjölskyldum sem hafa verið settar miklar skorður þegar það kemur að því að finna húsnæði og sjá sér enga aðra leið en að láta frá sér kæran fjölskyldumeðlim þegar það er ómögulegt að komast í húsnæði sem leyfir dýr,“ segir í umsögninni. „Þetta er það sárasta sem við gerum, að taka á móti kisu sem á ástríka fjölskyldu sem hefur ekki heimild til að veita henni húsaskjól vegna núgildandi lagaramma.“

Einnig verða samtökin vör við að talsvert sé um að eigendur skilji við dýrin sín þegar þeir flytja. Ekki sé öllum ljóst þau úrræði sem í boði eru fyrir heimilislaus dýr.

Sjá einnig:

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Reglulega fá Villikettir fyrirspurnir frá dýralæknum sem hafa fengið til sín fullfrísk dýr til að aflífa því eigendurnir hafa ekki fengið leyfi fyrir þeim þá nýjum stað.

Vilja ekki rugga bátnum

Það sem einnig veldur álagi á starfsemi Villikatta er að þetta veldur því að erfiðara er að finna fóstur- og framtíðarheimili fyrir ketti því að ekki allir dýravinir komast að í húsnæði sem leyfir dýrahald.

„Við heyrum allt of margar sögur frá fólki sem gerir tilraun til að hefja umræður við nágranna sína, en fá ekki heimild fyrir kisu út af því að örfáir aðilar segja þvert nei eða aðrir sem vilja ekki rugga bátnum,“ segir í umsögninni. „Sömuleiðis reynist erfitt að fá afgerandi svör frá leigufélögum og leigusölum, sem þýðir að það er erfitt að komast yfir 2/3 þröskuldinn. Það er alveg á hreinu að núverandi reglugerð byggir ekki á jafnræði, enda eru það ekki aðeins ofnæmis- og astmasjúklingar sem neita nágrönnum sínum að halda hunda og ketti í sínu eigin húsnæði, heldur er fullfrískt fólk að nota þennan lagaramma út af hentisemi, án haldbærra raka.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Í gær

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“