fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Verður næsti páfi Svíi?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 19:30

Anders Arborelius árið 2019 en hann hefur óvænt verið orðaður við páfastólinn. Mynd: Frankie Fouganthin - CC BY-SA 4.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=98765907

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi lést í gær og framundan er kosning eftirmanns hans í þetta æðsta embætti kaþólsku kirkjunnar. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér hver hann muni verða og oftast eru nefndir til sögunnar menn frá löndum þar sem fólk kaþólskrar trúar er í meirihluta meðal íbúa eða þá nokkuð stór hluti þeirra. Það er þó alls ekki algilt en fjölmiðlar í Svíþjóð, sem vék frá kaþólsku til lúterskrar trúar á 16. öld, velta því mikið fyrir sér hvort raunhæfur möguleiki sé á því að eini sænski kardinálinn í kaþólsku kirkjunni verði næsti páfi.

Um 1 prósent íbúa í Svíþjóð, þar sem búa nú um 10 og hálf milljón manna, eru skráðir í kaþólska söfnuðinn í landinu en hann er þó eini kristni söfnuðurinn þar í landi þar sem fólki hefur að sögn eitthvað fjölgað undanfarin misseri en fleiri eru þó skráðir í trúfélög múslima og hin lúterska þjóðkirkja er enn langfjölmennasta trúfélagið. Eins og á Íslandi fer þó hlutfall skráðra meðlima þjóðkirkjunnar, af íbúafjölda, stöðugt lækkandi en um helmingur Svía er nú skráður í þjóðkirkjuna en í upphafi aldarinnar var þetta hlutfall um 83 prósent.

Það kæmi því líklega á óvart ef næsti páfi kæmi frá landi þar sem kaþólsk trú er ekki útbreiddari en þetta en sænska ríkisjónvarpið, SVT, veltir því fyrir sér hvort það sé raunhæft að hinn sænski kardináli og biskup kaþólskra í landinu, Anders Arborelius, gæti verið valinn næsti páfi af kollegum sínum og vitnar í fréttir New York Times og Le Figaro þess efnis að hann sé einn þeirra sem komi til greina.

Komið að Asíu og Afríku?

Arborelius er þó auðmýktin uppmáluð og segir við SVT að litlar sem engar líkur séu á því að hann verði páfi og hann hafi raunar lítinn áhuga á að verða það. Telur Aroborelius ólíklegt að næsti páfi komi frá Svíþjóð og vísar til þess að margir telji komið að því að páfinn verði frá landi í Asíu eða Afríku en skemmst er að minnast þess að Frans var fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku.

Arborelius, sem var munkur áður en hann varð biskup og kardináli, hefur raunar farið fram á að vera leystur frá skyldum sínum sem kardináli og ætlar sér að snúa til klausturs síns á Skáni, í Suður-Svíþjóð, og búa þar framvegis.

Talið er þó að það auki líkurnar á kosningu Arborelius að hann sé hæglátur að eðlisfari og sé því ekki jafn líklegur til að verða eins fyrirferðarmikill og Frans var. Frans hafði beitt sér fyrir ákveðnum umbótum innan kirkjunnar en Arborelius er talinn ólíklegri til að fylgja í fótspor hans hvað það varðar og því gæti hann verið álitlegur kostur í augum íhaldssamari kardinála þegar kemur að því að kjósa nýjan páfa.

Einnig er talið mögulegt að það geti þrátt fyrir allt komið Arborelius til góða í kosningunni að vera frá landi þar sem kaþólikkar eru í miklum minnihluta. Páfaembættið sé alþjóðlegt og það geti minnkað togstreitu milli landa þar sem kaþólikkar eru stór hluti íbúa ef páfinn komi frá engu þeirra.

Meðlimir í kaþólska söfnuðinum í Svíþjóð sem SVT ræðir við segjast hins vegar vona hans vegna að Arborelius verði ekki kosinn páfi:

„Þetta er skelfilegt starf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“