fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 08:45

Kevin Farrell. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir andlát Frans páfa í gærmorgun er það í höndum hins 77 ára gamla kardínála, Kevin Farrell, að leiða Vatíkanið. Farrell þessi er fæddur í Dublin á Írlandi en er bandarískur ríkisborgari þar sem hann var búsettur á árunum 1984 til 2016.

Þremur árum eftir að Frans settist á páfastól skipaði hann Kevin kardínála og árið 2019 var hann skipaður það sem kallast „camerlengo“ sem þýðir að hann ber ábyrgð á stjórn Vatíkansins á meðan páfastóll er auður.

Var það til dæmis hans hlutverk að staðfesta andlát páfa og þá hefur hann það hlutverk að sjá um daglega stjórnsýslu og undirbúa páfakjör.

Staða hans kemur ekki í veg fyrir að hann verði sjálfur valinn páfi en þess er þó getið í umfjöllun AP að aðeins tvisvar í sögunni hafi maður í hans stöðu verið valinn páfi kaþólsku kirkjunnar.

Á Vísindavefnum má lesa um hvernig valið á nýjum páfa fer fram en mjög ákveðnar reglur og hefðir ríkja við valið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming