fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 09:00

Auður Guðjónsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands, hefur áratugum saman fylgst með því með fremsta megni hvað gert hefur verið á alþjóðavísindasviði mænuskaðans.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu, undir yfirskriftinni Hvar er lækningin? furðar hún sig á því hvað meðferð við mænuskaða hefur tekið litlum framförum síðustu áratugina.

Dóttir hennar lamaðist

„Eins og ýms­ir vita lenti dótt­ir mín, þá 16 ára göm­ul, í al­var­legu bíl­slysi, hlaut fjölá­verka og lamaðist frá mitti. Þessi elsku­lega dótt­ir mín kvaddi í janú­ar sl. eft­ir að hafa verið lömuð í 35 ár. Í þessa ára­tugi fylgd­ist ég með af fremsta megni hvað gert var á alþjóðavís­inda­sviði mænuskaðans og veit að tauga­vís­inda­menn um all­an heim rann­saka tauga­kerfið mikið bæði fyrr og nú. Þrátt fyr­ir það hef­ur meðferð við mænuskaða ekki breyst frá því að dótt­ir mín lamaðist. Þá var meðferð þeirra sem hlutu um­tals­verðan mænuskaða end­ur­hæf­ing til sjálfs­bjarg­ar í hjóla­stól. Svo er enn 35 árum síðar,“ segir hún í grein sinni.

Varpar hún fram þeirri spurningu hvernig á því standi að ekki hefur verið mótuð lækningastefna fyrir þá sem lamast vegna skaða á mænu þrátt fyrir allar rannsóknirnar.

„Svar mitt er að alþjóðatauga­vís­inda­svið vanti hlut­laust for­ystu­afl sem gengst í að láta grandskoða þá grunn­vís­indaþekk­ingu í tauga­kerf­inu sem nú þegar er fyr­ir hendi með til­liti til sam­nýt­ing­ar. Þetta hlut­lausa for­ystu­afl ætti að vera Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO sem gæti nýtt til verks­ins hið geysi­lega vel menntaða unga vís­inda­fólk í líf-, lækna- og tölvu­vís­ind­um sem ver­öld­in hef­ur nú yfir að ráða. Mála­lok­in yrðu stór­stíg­ar fram­far­ir í meðferð/​lækn­ingu á sköðum og sjúk­dóm­um í tauga­kerf­inu, m.a. mænuskaða,“ segir Auður.

Íslendinga að fylgja málinu eftir

Hún segir að eftir mikla vinnu hafi við Íslendingar komið orðum eins og „önn­ur mein í tauga­kerf­inu“, „lækn­ing“, „mænuskaði“ og „lækn­ing á fleiri mein­um í tauga­kerf­inu“ inn í aðgerðaáætl­un WHO um tauga­kerfið 2022-2031.

Sjá einnig: Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO

„Það þótti mik­ill ár­ang­ur enda bæði ut­an­rík­is- og heil­brigðisráðherra bún­ir að eiga fundi með Tetros Ghebreyesus fram­kvæmda­stjóra WHO vegna þessa og Mænuskaðastofn­un senda nokk­ur bréf til WHO stíluð á fram­kvæmda­stjór­ann. En ekki er nóg að koma orðum á blað. Þeim verður að fylgja eft­ir með verk­um. Á dög­un­um sendi því Mænuskaðastofn­un enn eitt bréfið stílað á Ghebreyesus þar sem þess var farið á leit að WHO tæki að sér það for­ystu­hlut­verk í þágu tauga­kerf­is­ins sem rætt er hér ofar.“

Auður bendir svo á í lok greinar sinnar að í maí verði hið árlega alþjóðaheilbrigðisþing haldið í Genf. Þar verði fulltrúar íslenskra heilbrigðisyfirvalda væntanlega. Biðla hún til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra um að fylgja málinu eftir.

„Nú bið ég nýja heil­brigðisráðherr­ann okk­ar og hans ágæta fólk að leita eft­ir því við Ghebreyesus að hann skoði of­an­greinda til­lögu Mænuskaðastofn­un­ar með opn­um huga. Það vor­um við Íslend­ing­ar sem kom­um orðunum um tauga­kerfið á blað hjá WHO og það er okk­ar mál að sjá til þess að þeim verði fylgt eft­ir með verk­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming