fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. apríl 2025 13:30

Bogi Ágústsson. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Ágústsson, blaðamaður á Ríkisútvarpinu, hefur starfað við fréttaflutning í tæp 50 ár. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna. Áríð 1988 varð hann fréttastjóri og gegndi starfinu til ársins 2003. Þá tók hann við starfi forstöðumanns fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Í dag les hann fréttir í Sjónvarpi og er með reglulegar innkomur í Heimsgluggann á Rás 1.

Fimm áratugir á gólfinu

Bogi sem hóf feril sinn í sjónvarpi þegar útsendingar voru ennþá í svarthvítu hefur fylgt takti fréttaflutnings í gegnum ýmsar breytingar. Á þessum tíma hafa dagblöð nánast lagst af, netmiðlar komið inn og tekið meira pláss á meðan sjónvarp þróast hratt en útvarp heldur velli.  Bogi er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af Einmitt þar sem þeir ræða þessa þróun, hápunktanna á 50 ára ferli og KR jakkann eins og félagar hans kallar tvíhneppta blazerjakkann hans Boga. 

Morgunblaðið defacto gjaldþrota 

„Það hefur enginn orðið ríkur á því að reka fjölmiðla á Íslandi, það er dýrt, þó það hafi orðið ódýrara að mörgu leiti, þá er það dýrt að halda úti fjölmiðli á Íslandi,“ segir Bogi. Dagblöðin hafa þurrkast úr hvert af öðru nema eitt. 

„Morgunblaðið, því hefur verið haldið á lofti af stórútgerðinni á Íslandi. Morgunblaðið var „defacto“ gjaldþrota eins og margir fjölmiðlar, en því er haldið á lofti með styrkjum og það sama má segja um fleiri fjölmiðla. Þetta er mikill barningur að halda úti fjölmiðli. 

Skelfileg þróun vestra

Bogi segir það vera umhugsunarefni að fréttamaður Guardian sem var staðsettur í Rússlandi í uppgangi Pútín í 12 ár en sé núna staðsettur í Bandaríkjunum að fylgjast með gangi mála segi margt minna hann á tíma hans í Rússlandi. 

„Hann er að segja, ég sé sum af sömu merkjum og ég sá þegar að breytingarnar voru að byrja í Rússlandi. Ég sé þessar tilhneigingar í dag í Bandaríkjunum segir hann, segir Bogi sem sjálfur geldur óhug við mörgu af því sem hann sér til Trump stjórnarinnar í Bandaríkjunum í dag. 

Fréttir af ríkisstjórnarfundi vekja mikinn óhug 

Talið berst að fréttamyndum af nýlegum ríkistjórnarfundi í Hvíta Húsinu.

„Þetta er eins og trúarsamkoma, ráðherrarnir byrja á því að dýrka leiðtogann. Thank you mister president, you have done so well for the nation and eventually for the world, segja þeir hver á fætur fætum öðrum. Þetta vakti mikinn óhug,“ segir Bogi. „Og það að Hvíta Húsið skuli útiloka ákveðna fréttamiðla, það er skelfilegt.“

Fréttir að gerast á meðan 

Á tæpum fimmtíu ára ferli er margir hápunktar og á þessum sama tíma færist fréttaflutningurinn meira og meira nær rauntíma.  Á síðustu áratugum hafa margar fréttir verið fluttar þannig að í upphafi fréttaútsendinganna séu atburðirnir ennþá í gangi. 

„Þannig var það 11. september 2001 í árásinni á tvíburaturnana að við fórum í loftið vitandi afskaplega takmarkað hvað var í gangi,“ segir Bogi. „Við fórum tiltölulega hratt í loftið og við þurftum bara að viðurkenna það að við vorum að flytja þeim fréttir um leið og þær gerast og um leið og þær berast.“

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á 50 ára ferli 

Erfiðustu fréttirnir  á þessum fimm áratugum segir Bogi hafa verið snjóflóðin fyrir vestan á tíunda áratugnum.

„Það eru án efa sjóflóðin á Súðavík og Flateyri. Ég fór sjálfur ekki á staðinn, ég var í stúdíóinu en að tala við fólk, eins og maður sem kom til okkar sem hafði misst þrjú börn og að lesa upp lista með nöfnum þeirra sem fórust. Ég á ennþá erfitt með að rifja þetta upp.“

Samtal þeirra Einars og Boga má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið