Einn er í haldi lögreglu eftir að brugðist var við útkalli í heimahús í uppsveitum Árnessýslu á ellefta tímanum í dag. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en tilkynnt var um slasaða konu með höfuðáverka sem blæddi úr.
Konan var í húsinu ásamt öðrum manni en ekki var hægt að ræða við hana sökum skertrar meðvitundar. Var maðurinn handtekinn á vettvangi en samkvæmt umfjöllun Mbl kemur fram að ekki sé ljóst á þessari stundu hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.
Málið sé enn sem komið er rannsakað sem slys en maðurinn hafi verið handtekinn á meðan varpað verður ljósi á hvað gekk á.
Konan var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.