Fyrirtækið Kambar stefnir í gjaldþrot og sagði 70 manns upp störfum í gær. RÚV greinir frá.
Starfsfólkið hefur ekki fengið afhent uppsagnarbréf en eigandi fyrirtækisins tilkynnti starfsfólki í gær að Kambar stefni í gjaldþrot. Engin laun voru greidd út um mánaðamótin.
Kambar eru með starfsstöð á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, í Þorlákshöfn og á Hellu. Fyrirtækið er í eigu Karls Wernerssonar. Hefur það framleitt glugga, gler, hurðir og svalahandrið. Hefur fyrirtækið verið eini framleiðandi landsins á hertu gleri.