fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaníðingur frá Litáen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. apríl á meðan íslensk yfirvöld taka fyrir afhendingarbeiðni frá yfirvöldum í Litáen. Handtökuskipun var gefin út þar í landi í febrúar á þessu ári en maðurinn var í maí á síðasta ári sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

Hinn eftirlýsti var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa árið 2015 framið þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku á sameiginlegu heimili hennar. Hann hafi áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Eins var hann sakfelldur fyrir að hafa með þessum brotum valdið stúlkunni andlegum skaða.

Ríkissaksóknari sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bréf í byrjun mars. Þar var lögreglustjóra falið að handtaka eftirlýsta manninn í þágu meðferðar handtökuskipunarinnar. Eins var lögreglustjóra falið, í ljósi alvarleika brotanna, að krefjast gæsluvarðhalds og til vara farbanns. Hinn eftirlýsti mætti til skýrslutöku hjá lögreglu og gekkst við því að vera sá maður sem handtökuskipunin fjallar um. Hann neitaði hins vegar að vera afhentur til Litáen.

Lögregla rökstuddi kröfu sína um gæsluvarðhald með vísan til alvarleika brotanna og þyngdar refsingarinnar. Brotin sem hann var sakfelldur fyrir eru refsiverð hér á landi og þykja meðal alvarlegustu brota sem hér er hægt að fremja. Miklar líkur væru á að maðurinn reyndi að koma sér úr landi til að sleppa undan fangelsisvist eða að hann muni reyna að fara hér huldu höfði. Það sé auðvelt fyrir eftirlýsta menn að fela sig á Íslandi og eins sé mikil hætta á að þeir forði sér úr landi þar sem landamæraeftirlit er lítið innan Schengen-svæðisins.

Héraðsdómur Reykjavíkur tók undir með lögreglu. Maðurinn væri sekur um alvarleg brot og hefur verið dæmdur til þungrar refsingar. Vægari úrræði en gæsluvarðhald komi ekki til greina. Hann sé þar að auki erlendur ríkisborgari og hætt við því að hann freisti þess að fara huldu höfði hér á landi eða að hann forði sér úr landi. Því var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Maðurinn áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar en þar var málinu vísað frá þar sem áfrýjað var eftir að kærufrestur var liðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar