fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 20:00

Jónas Már segir að alvöru blaðamenn á Morgunblaðinu hljóti að íhuga stöðu sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Már Torfason, lögfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segir Sjálfstæðisflokkin og Morgunblaðið í krísu. Blaðamenn sem stundi alvöru blaðamennsku hljóti að íhuga stöðu sína þegar trúverðugleiki blaðsins fari fjarandi og sjálfstæðir pennar séu ávíttir fyrir skrif sín.

Í færslu á samfélagsmiðlum bendir Jónas Már á að hann hafi ungur verið í Sjálfstæðisflokknum en hafi síðan blessunarlega þroskast frá því. Sem fyrrverandi flokksmaður vilji hann þó segja nokkur orð og rýna til gagns.

„Kynni mín af Sjálfstæðisflokknum og sú grýla sem maður hefur síðan þekkt, eða allavega ímyndað sér, er að hann þekkti þjóðarsálina. Hann stóð eitt sinn fyrir hugmyndum um einstaklingsfrelsi og sjálfstæði, sem að mörgu leyti kallast á við þá ímynd sem Íslendingar hafa af sjálfum sér sem þjóð,“ segir Jónas Már í færslunni. „Maður bar óttablendna virðingu fyrir Sjálfstæðisflokknum sem stofnun í samfélaginu. Þótt enn sé samviskusamlega farið með þessi gömlu sakrament er hljómurinn innantómur. Flokkurinn hefur löngu týnt rótum sínum; stefnan varð einfaldlega sú að stjórna.“

Útblásið bákn og eyðslufyllerí

Spyr hann hvað hafi orðið um frelsismálin í síðustu ríkisstjórn. Báknið hafi blásið út í tíð hennar og það falli þremur „vinstri“ flokkum í hlut að rétta hallareksturinn eftir eyðslufyllerí fjármálaráðuneytis Sjálfstæðismanna.

„Og hvað gerist þegar flokkur sem hefur það sem stefnu sína að stjórna missir stjórnina? Hann tvístrast í allar áttir og veit ekkert hvert er sitt erindi,“ segir Jónas Már. „Nú hafa Sjálfstæðismenn verið rúmlega 100 daga í stjórnarandstöðu. Hvað hafa þeir staðið fyrir? Að berjast með kjafti og klóm fyrir staðsetningu félagsmiðstöðvar sinnar á Alþingi, að hlaupa upp með ýmist persónulegar eða ómálefnalegar ásakanir á hendur ráðherrum, sem allir sjá í gegnum, og að nánast hóta því að ganga í sjóinn út af plasttappafrumvarpinu — frumvarpi sem þeir bera sjálfir ábyrgð á og kusu allir með þegar á daginn kom, það var nú meira prinsippmálið.“

Hafði eitt sinn ímynd alvörugefins fjölmiðils

Þá tekur hann einnig fyrir Morgunblaðið sem hann segir „stærsta aðildarfélag flokksins.“ Blaðið hafi alltaf talað undir rós fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins en alltaf haft þá ímynd að vera alvörugefinn fjölmiðill. En einhvern tímann á síðasta ári hafi blaðið farið að stunda grímulausan áróður.

Sjá einnig:

Orðið á götunni:Uppnám í Hádegismóum

„Í vetur hefur Mogginn flutt fréttir af ótrúlegustu samsæriskenningum og nú berast fregnir af því að sjálfstæðir pennar blaðsins séu ávíttir fyrir gagnrýnin skrif, fyrir að benda á örvæntingu Sjálfstæðismanna,“ segir Jónas Már. En þá er hann að meina fréttir af því að Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hafi verið skömmuð af Andrési Magnússyni fulltrúa ritstjóra fyrir að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og þingflokksformanninn Hildi Sverrisdóttur í grein.

Fjarandi trúverðugleiki

„Mogginn má alveg stunda þennan áróður mín vegna. Afleiðingin er hins vegar sú að trúverðugleiki blaðsins fer fjarandi því landinn er nú eftir allt betur gefinn en svo að sjá ekki í gegnum svona leikþátt. Það er miður fyrir aðra blaðamenn á Morgunblaðinu, sem stunda alvöru blaðamennsku og sem hljóta að íhuga stöðu sína í þessu öllu saman. Ég get ekki ímyndað mér að það sé til að bæta ánægju í starfi að eiga von á tiltali fyrir að nota ekki réttan tón í fréttaflutningi af stjórnmálum,“ segir Jónas Már að lokum. „Kannski er þetta bara eðlilegt. Þegar stofnanir glata sjálfsmynd sinni og verða innantómar — gleyma því til hvers þær voru reistar — fyllast þær að lokum af þeim sem hafa ekkert að segja. Það er dapurlegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn, og blaðið sem hefur fylgt honum í gegnum lýðveldissöguna, líða svona undir lok sem sjálfstæðar og málefnalegar raddir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Í gær

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”