Fyrir hádegi í morgun fékk lögregla tilkynningu um yfirstandandi innbrot á heimili. Átti atvikið sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem er Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær. Segir í dagbók lögreglu að tvennt hafi komist undan á hlaupum eftir átök við húsráðanda.
Einnig greinir frá því í dagbókinni að erlendir ferðamenn hafi verið gripnir við þjófnað í matvöruverslun í Hafnarfirði eða Garðabæ.
Í eftirmiðdaginn átti sér stað alvarlegt atvik í Kópavogi eða Breiðholti en ráðist var að manni og fjármunir teknir af honum. Málið er í rannsókn og er einn grunaður.
Í dagbókinni segir að þrjú gisti fangageymslur lögreglu.