Þrír sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Hjörleifi Hauks Guðmundssonar, sem talið er að hópur manna hafa fjárkúgað og misþyrmt svo hann hlaut bana af, þann 10. mars.
Í nýrri tilkynningu frá lögreglu segir að karl og kona hafi verið látin laus í gær og dag en þau hafa enn réttarstöðu sakbornings í málinu.
Ennfremur segir í tilkynningunni:
„Rannsókn málsins miðar vel og hefur lögreglan á Suðurlandi eins og áður hefur komið fram notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins.“