Hann sagði að þetta hafi meðal annars komið í ljós á hinum hörmulega fundi hans með Donald Trump, forseta, og J.D. Vance, varaforseta, í Hvíta húsinu í febrúar. Þar helltu Trump og Vance sér yfir Zelenskyy.
„Það er breyttur tónn, breyttur raunveruleiki. Virkilega, já, breyting á raunveruleikanum. Ég hef ekki áhuga á að ræða breyttan raunveruleika sem er kynntur fyrir mér. Fyrst og fremst þá hófum við ekki stríðið. Í mínum huga er þetta eins og varaforsetinn réttlæti aðgerðir Pútíns á einn eða annan hátt. Ég reyndi að segja: „Þú getur ekki leitað að einhverju í miðjunni. Það er einn árásaraðili og eitt fórnarlamb. Rússarnir eru árásaraðilinn og við erum fórnarlambið.“
Hann ræddi einnig almennt séð hvernig honum finnst sem rök Rússa hafi hlotið hljómgrunn hjá valdamiklum Bandaríkjamönnum: „Ég held að því miður hafi rússneska útgáfan náð fótfestu í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að vera vitni að tapi okkar og þjáningum, að skilja hvað Rússar gera og samt telja að þeir hafi ekki byrjað þetta stríð? Þetta fellur að þeim miklu áhrifum sem rússnesk upplýsingapólitík hefur á Bandaríkin, bandarísk stjórnmál og bandaríska stjórnmálamenn.“