Hann hefur látið flytja málverk af Barack Obama, fyrrum forseta, sem hékk fyrir utan East Room á annan stað. Í staðinn er búið að hengja upp málverk af Trump með krepptan hnefa, skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað á kosningafundi í Butler í Pennsylvania síðasta sumar.
Hvíta húsið skýrði frá þessu á X.
Staðurinn, þar sem málverkið var sett upp, hefur venjulega verið ætlaður undir málverk af síðasta sitjandi forsetanum á undan núverandi forseta. En hvorki Joe Biden né Trump létu gera málverk af sér þegar þeir fóru með völdin í Hvíta húsinu síðustu tvö kjörtímabilin og því hékk málverk af Obama enn á þessum stað. Það hefur nú verið fært þvert yfir ganginn.