Gæsluvarðhald yfir 28 ára gamalli konu úr Garðabæ í tengslum við andlát áttræðs föður hennar hefur verið framlengt til 7. maí, eða um þrjár vikur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla hefur varist frétta af málinu en aðrar heimildir fjölmiðla hafa upplýst að konan sé grunuð um að hafa veitt báðum foreldrum sínum áverka síðastliðinn föstudagsmorgun. Faðirinn lést eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á bráðadeild en vitað er að hann fékk hjartaáfall þó að dánarorsök liggi ekki fyrir.