Farþegaþota þurfti að gera neyðarlendingu eftir að flugmaður fékk fyrir hjartað yfir Íslandi. Þotunni var lent í Dublin.
Flugvefurinn Simple Flying greinir frá þessu.
Boeing 777-200 vél flugfélagsins United Airlines var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Newark í Bandaríkjunum í gær þegar atvikið kom upp. Vélin var nálægt Íslandi þegar flugmaður fékk skyndilega verk fyrir hjartað.
Í stað þess að lenda í Keflavík var hins vegar ákveðið að lenda í Dublin í Írlandi. Kemur fram að lendingin gekk vel og var flugstjóranum komið á sjúkrahús. Ekki kemur fram hvernig líðan hans sé.
Vélin var í Dublin í um eina og hálfa klukkustund en var síðan flogið áfram til Newark þegar búið var að fylla í skarð flugmannsins.