fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 11:30

Bandaríkin verða sífellt meira óaðlaðandi staður fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, segir að vestrið eins og við höfum þekkt það hingað til sé ekki lengur til. Hún segir að sambandið sé að skoða tolla á bandarísk tæknifyrirtæki.

„Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ sagði von der Leyen í viðtali við þýska dagblaðið Zeit. Ástæðan eru stirð samskipti og hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Evrópa leiti nú að nýjum bandamönnum og viðskiptalöndum.

Horfa frekar til Evrópu en Bandaríkjanna

Á meðal þeirra landa sem Evrópusambandið horfir til nánari samvinnu eru meðal annars EES löndin Ísland og Noregur, Kanada, Nýja Sjáland, Singapúr og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Stærsta breytingin er samt aukin þýða í samskiptum Evrópusambandsins og Kína. Von der Leyen fundaði nýlega með Li Qiang, forsætisráðherra Kína, og búist er við því að viðskipti á milli Evrópusambandsins og Kína muni aukast en minnka við Bandaríkin.

„Allir eru að óska eftir meiri viðskiptum við Evrópu og þetta snýst ekki aðeins um viðskiptasambönd,“ sagði von der Leyen. En fjárfestar og fyrirtæki hafa verið að hörfa frá Bandaríkjunum eftir þann ólgusjó óáreiðanleika sem Trump býður upp á. „Þetta snýst einnig um að koma á sameiginlegum reglum og fyrirsjáanleika. Evrópa er þekkt fyrir fyrirsjáanleika og áreiðanleika, sem er enn á ný eitthvað sem er orðið mjög verðmætt.“ Sagði hún þetta mikla ábyrgð sem Evrópa vildi standa undir.

Munum verja gildi okkar

Sagði von der Leyen vonast til þess að strengirnir sem hefðu bundið saman Bandaríkin og Evrópu myndu haldast. En það væri mikil áskorun að halda þeim í ljósi Trump sem hefði sett upp viðskiptamúra, lýst andúð á alþjóðakerfinu, hótað að innlima svæði bandamanna sinna og hallað sér upp að Rússlandi. Allt þetta hefði fælt alla hefðbundnu bandamenn Bandaríkjanna frá. Í dag væri það flókið að svara spurningunni hvort að Bandríkin séu vinveitt ríki.

„Evrópa er enn þá friðarverkefni,“ sagði von der Leyen. „Við látum ekki „gaura“ eða óligarka búa til reglurnar. Við ógnum ekki nágrönnum okkar og við refsum þeim ekki. Þvert á móti þá eru tólf lönd á biðlista til þess að ganga í Evrópusambandið. Það er um 150 milljón manns. Í Evrópu geta börn farið í skólann, sama hversu ríkir foreldrar þeirra eru. Við erum með lægri kolefnisútblástur, við erum með hærri lífaldur. Umræður um umdeild mál eru leyfð í háskólunum okkar. Þetta og meira eru allt gildi sem við þurfum að verja, sem sýnir okkur að Evrópa er meira en samband. Evrópa er heimili okkar. Og fólk veit það.“

Munu sparka í tæknifyrirtækin

Ófyrirsjáanlegt hringl Bandaríkjaforseta með verndartolla hafa farið öfugt ofan í heimsbyggðina, þar á meðal Evrópu. Ólíkt mörgum öðrum stöðum þá hefur Evrópa sterk vopn til að slá til baka með. Einkum með því að setja á tolla eða hömlur á aðkeypta þjónustu frá Bandaríkjunum. Svo sem banka, fjármálaþjónustu og sérstaklega tækniþjónustu.

Það er einmitt þetta síðastnefnda sem Evrópusambandið horfir einkum til til þess að svara verndartollum Bandaríkjanna ef viðræður skila ekki árangri.

„Fyrir tæknifyrirtækin er Evrópa mjög verðmætur og ríkur markaður. 450 milljón manns, sem samanborið við önnur lönd hafa mjög góð lífskjör og frítíma,“ sagði von der Leyen. „Ekkert fyrirtæki vill missa aðgang að þessum markaði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn