fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 10:30

Mynd: Facebook-síða Faxaflóahafna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Sig­fús­son vél­stjóri og fyrr­ver­andi starfsmaður Faxa­flóa­hafna, ber stjórn­end­ur Faxa­flóa­hafna þung­um sök­um í tölvu­pósti sem hann sendi öll­um full­trú­um í sveit­ar­stjórn­um þeirra sveit­ar­fé­laga sem eiga fyr­ir­tækið. Morgunblaðið fjallar um. 

Bjarni seg­ir til­gang­ sinn vera að vekja at­hygli á „mjög svo vafa­söm­um stjórn­ar­hátt­um yf­ir­manna Faxa­flóa­hafna“, og snýr mál hans að þeim Gísla Halls­syni yf­ir­hafn­sögu­manni, Ólafi Ólafs­syni mannauðsstjóra og Gunn­ari Tryggva­syni hafn­ar­stjóra. Sá síðastnefndi vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið. 

„Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður. Ef það eru rædd við hann mál­efni þá er hann al­veg sam­mála, en þegar hann er bú­inn að bera mál­efn­in und­ir Gísla, þá er hann al­veg sam­mála Gísla. Hann sem mannauðsstjóri ger­ir sér ekki grein fyr­ir rétt­ind­um starfs­manna og er til í að horfa á þau og túlka eins og hann held­ur að best sé,“ seg­ir Bjarni og bætir við að Gunnar hafi ekki viljað kynna sér mál hans.

Bjarni starfaði hjá Faxa­flóa­höfn­um um tveggja ára skeið og segist hann hafa verið boðaður á fund Gísla og Ólafs þar sem þeir hafi viljað fá skýr­ing­ar á því af hverju hann vildi ekki vinna yf­ir­vinnu „þegar þeim hentaði“.  Bjarni segist hafa mátt þola hót­un um brottrekst­ur og full­yrðing­ar um að hann væri „viðvar­andi vanda­mál“ fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir. 

„Gunn­ar tal­ar um vinnusiðferði, ef ég vinn ekki yf­ir­vinnu eins og þeim hent­ar og sýn­ist þá lendi það á öðrum sam­starfs­mönn­um, og spyr hvar siðferðið sé í því hjá mér. Því miður var eini áhug­inn sem hann sýndi þessu máli að hringja per­sónu­lega í mig til að segja mér upp í veik­inda­leyfi sem ég fór í vegna þeirr­ar árás­ar sem ég varð fyr­ir af hálfu Gísla og Ólafs. Ég er send­ur til trúnaðarlækn­is og fáum dög­um eft­ir það kem­ur þessi per­sónu­lega hring­ing frá Gunn­ari,“ seg­ir Bjarni.

Bjarni segist hafa óskað eftir skriflegum rökstuðningi fyrir uppsögninni en því var hafnað. Hann hafi þurft að leita eft­ir sál­fræðileg­um stuðningi eftir samskipti sín við yfirmenn.

Morgunblaðið segir nokkra fyrrverandi starfs­menn Faxa­flóa­hafna hafa komið að máli við miðilinn og farið ófögr­um orðum um þá vinnustaðar­menn­ingu sem ríki hjá Faxaflóahöfnum. Mál nokkurra séu til meðferðar hjá verka­lýðsfé­lög­um.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn