fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 12:29

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hefur ákveðnar áhyggjur af Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokks fólksins, vegna aðsendrar greinar hans í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar Smári tekur fram í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé ekkert efnislega athugavert við greinina, en hann veltir fyrir sér plássinu sem hann fær.

Gunnar Smári Egilsson.

„Ekkert að þessari grein en hvað er Ragnar Þór að gera á þessum stað í Mogganum, sem kallaður hefur verið dauðasætið,” segir hann en í Morgunblaðinu er fastur dálkur við hlið leiðara blaðsins þar sem ýmsir einstaklingar af vettvangi stjórnmálamanna hafa skrifað í gegnum tíðina. Margir hafa þó lent í ákveðnum ógöngum eins og Gunnar Smári bendir á.

„Þarna skrifuðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir á síðasta kjörtímabilið og það gaf þeim ekki mikið. Helga Vala Helgadóttir skrifaði þarna og hrökklaðist af þingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var þarna og varð því ekki formaður. Það er sagt að fólk skiptist í tvennt, þau sem ganga framhjá vegg sem á stendur „Ný málað“ og þau sem stoppa og reka fingurinn í málninguna. Ragnar er í þeim flokki,“ segir Gunnar Smári.

Gunnar Smári er ekki mikill aðdáandi Morgunblaðsins ef marka má skrif hans og segir hann raunar að þessir stuttu pistlar séu réttlæting blaðsins til að keyra lengst út til hægri.

„Með því að fá fólk úr öllum flokkum til að skrifa fáein orð við hlið leiðarans skapast rými til að fara með leiðarann út á ysta hægrið, þar sem fasisminn er að skjóta rótum enn á ný. Mér vitandi les ekki nokkur maður þessa pistla. Alla vega hafa þeir ekki haft nein áhrif, eins og dæmin sanna.“

Pistill Ragnars Þórs í Morgunblaðinu í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi