Myndband frá hvernum Geysi í Haukadal sýnir bíræfinn, skipulagðan vasaþjófnað hjá erlendu þjófagengi. Minnst þrjár manneskjur virðast þar vera samtaka og þar á meðal er einn maður sem fangar athygli ferðamanns á meðan kona laumast í vasa ferðamannsins og tekur af honum veski.
Verslunareigandi við Laugaveg greinir frá því að sama fólk hafi verið að verki í miðbænum, þau greiði jafnframt fyrir vörur með American Express kortum sem er sérkennilegt í ljósi þess að fólkið er augljóslega ekki bandarískt.
Vasaþjófar