fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snarpur jarðskjálfti reið yfir á Costa Blanca-svæðinu á Alicante á Spáni skömmu eftir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi. Upptökin voru rétt fyrir utan Torrevieja en fjölmargir Íslendingar eru búsettir á svæðinu eða staddir þar í fríi yfir páskana.

Þó skjálftinn hafi ekki verið ýkja stór, eða tæplega 3, fannst hann vel á svæðinu eins og lesa má í Facebook-hópi Íslendinga á svæðinu.

„Hávaðinn var svakalegur og þó nokkur víbringur,” segir einn Íslendingur sem staddur var í miðborg Torrevieja þegar skjálftinn reið yfir. „Fann hann greinilega,“ segir annar. „Svakalegar drunur,“ segir svo enn annar Íslendingur á svæðinu.

„Hélt við yrðum laus við þetta hér á Spáni,“ segir svo einn Íslendingur, væntanlega minnugur hamfaranna á Reykjanesskaganum þar sem eldgos og jarðskjálftar hafa gert íbúum lífið leitt. Annar segir síðan: „Hef ekki fundið svona sterkt fyrir Reykjanesskjálftunum. Enda erum við mjög nálægt upptökunum hér við Torrevieja.

„Glösin glömruðu í skápnum,“ sagði Íslendingur sem staddur er í San Miguel de Salinas.

Jarðskjálftar eru ekki óþekktir á þessu svæði þó þeir séu ekki mjög algengir eða öflugir. Tæp 200 ár eru síðan skjálfti, líklega um 6,6 að stærð, varð á svipuðum slóðum sem lagði nokkur þúsund heimili í rúst. Umræddur skjálfti varð þann 21. mars árið 1829 og er talið að hátt í 400 manns hafi látist.

Það voru ekki bara Íslendingar sem fundu vel fyrir skjálftanum því samkvæmt frétt Mail Online var fjölmörgum Bretum brugðið við skjálftann í gærkvöldi.

„Þetta var eitthvað annað. Allt húsið hristist, ég gat ekki sofnað aftur þar sem ég hélt að fleiri væru á leiðinni. Þetta var sterkasti og háværasti skjálftinn sem ég hef upplifað,“ segir einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi