fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Dimitar ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna hnífaárásar á Kjalarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 11:29

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fimmtugsaldri, Dimitar Atanasov Koychev, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna hnífaárásar við Tinda 2 á Kjalarnesi í byrjun ársins. Fyrirtaka er í máli hans í dag við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Dimitar er gefið að sök að hafa lagt nokkrum sinnum til tveggja manna með hnífi að Tindum 2 aðfaranótt miðvikudagsins 1. janúar 2025, en þar stóð yfir gleðskapur. Flestir í samkvæminu voru starfsmenn hjá kjúklingaverskmiðjunni Matfugli.

Hnífurinn var með 11,5 cm löngu hnífsblaði. Er Dimitar sagður hafa reynt að svipta mennina lífi, í ákæru segir: „…en ákærði stakk X endurtekið í bakið, og Y í brjóstkassann og í kviðinn, með þeim afleiðingum að X hlaut nokkur 2-3 cm lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum, áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna og Y hlaut 2-3 cm lífshættuleg stungusár á vinstri brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan geirvörtu og á kvið.“

Fyrir hönd annars brotaþolans er krafist fjögurra milljóna króna í miskabætur en fyrir hönd hins brotaþolans fimm milljóna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi