fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. apríl 2025 19:30

Sölvi Tryggvason og Frosti Logason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eiga þeir ekki að vanda sig extra mikið? Ég sat fyrir framan útvarpsstjóra eftir allt fiaskóið í kringum mig. Ég sat fyrir framan hann og las fyrir hann siðareglur RÚV þar sem stendur: Gæta skal sérstakrar varkárni í kærumálum. Og þið sögðuð frétt af því að ég hefði verið kærður áður en ég var kærður. Og hann var að horfa í augun á mér og reyna að segja mér að þetta meikaði einhvern séns og ég sagði við hann: Þú trúir ekkert sjálfum þér,“

segir Sölvi Tryggvason sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í viðtalinu fara þeir félagar yfir helstu fréttamál síðustu vikna og ræða meðal annars um vinnubrögð fjölmiðla, meðal annars um hlutdrægni fjölmiðla þegar kemur að fréttum um forseta Bandaríkjanna og hvernig mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrum ráðherra var sett fram hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins. 

Sölvi segir einnig frá því þegar hann fékk fund með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra til að ræða fréttaflutning RÚV af sínu eigin máli.

Sölvi segist hafa óskað eftir fundi með útvarpsstjóra. 

„Viðmótið sem að maður mundi vilja mæta væri bara: Já heyrðu, rétt, við fórum fram úr okkur.“ Þú getur ekki bara sagt: „Þetta er bara upplýsingaóreiða og gaslýsing og það er verið að ráðast á fréttamenn. Ókei, við getum tekið þá umræðu og það er kannski rétt hjá ykkur. En við þurfum líka að taka umræðuna: Stundum verðið þið að líta í eigin barm. Þið eruð ríkismiðillinn, þið eigið að vanda ykkur sérstaklega. Og ef þið gerið það ekki þá þurfið þið að kunna að draga í land og segja: Heyrðu, við þurfum að bæta okkur.“ 

Segist Sölvi ekkert hafa út á útvarpsstjóra að setja, en hann hafi ekki getað réttlætt að umfjöllun um hann var röng í fyrstu. 

„Mér fannst bara fyndið að sitja þarna fyrir framan hann. Og og hann var að reyna að réttlæta þetta. Þið eruð ekki að gæta að varkárni ef þið segið frétt sem er beinlínis ekki, hún er ekki orðin að frétt. Þetta er ekki rétt, það var ekki rétt þegar fréttin fór út. Og þetta er ekki varkárni. Þetta er bara alls ekki varkárni.“ 

Frosti segist alltaf hafa verið talsmaður þess að vera með gott ríkisútvarp en það mætti minnka, til dæmis með að fækka útvarpsstöðvum. „En sannleikurinn er að, einlæglega segi ég frá hjartanu. Að auðvitað ætti bara að loka Ríkisútvarpinu algjörlega. Það yrði sjokk fyrir marga í einhvern tíma, kannski tvo mánuði, en síðan myndi þjóðfélagið halda áfram algjörlega og pluma sig jafnvel betur án þessa milljarða sem við setjum í þessa starfsemi og það er ekkert leiðandi hlutverk RÚV sem að aðrir fjölmiðlar geta ekki tekið.“

Segir meiri kröfur gerðar til RÚV

Sölvi segir að það hafi verið ástæða fyrir að hann bað um fund með útvarpsstjóra RÚV en ekki öðrum ritstjórnum fjölmiðla sem fjölluðu um mál hans með sama eða svipuðum hætti.

„Af því við eigum að geta gert meiri kröfu til RÚV. Og þá líka þegar að þeir eru að gera mistök, þá er þeim mun mikilvægara að það sé auðmýkt og það sé bara: Heyrðu, við erum að standa fyrir ákveðna hluti. Þannig að ef við förum yfir línuna og yfir strikið, þá er mjög mikilvægt að við leiðréttum okkur og segjum: Við tökum það alvarlega ef við erum að gera mistök. Ekki bara: Þetta er upplýsingaóreiða og gaslýsing og þið eruð bara öll rugluð. Við getum ekki komið alltaf bara út og opinbera narratífið okkar er: Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur.“ 

Allir sem að voga sér, ef þú vogar þér eitthvað að ræða um þetta mál öðruvísi en að vera á hinni einu réttu skoðun, þá ertu bara að ráðast á rannsóknarblaðamenn og ráðast á lýðræðið. Þú veist, maður er orðinn svo þreyttur á því að það sé hægt einhvern veginn að stoppa alla umræðu með því að bara skvetta á þig: þú ert vondur maður sem vilt eyðileggja lýðræði. Nei, heyrðu bara, við erum að ræða hérna tiltekinn hlut og þú ert ekki ennþá búinn að rökstyðja af hverju ég hef rangt fyrir mér. Þá geturðu ekki hent bara einhverju hugtaki á mig til að klára rökræðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi