Einhverjir viðskiptavinir Play sem bókuðu flug til Pula í Króatíu í sumar hafa fengið tilkynningu um að búið sé að aflýsa fluginu. Ekki er lengur hægt að bóka flug til Pula hjá Play.
Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá Play, segir að breytingar á flugvélakosti félagsins hafa leitt til óhjákvæmilegra breytingar á leiðakerfinu. „Við leigjum frá okkur fjórar vélar og tökum eina vél á leigu í sumar,“ segir Birgir, en bendir á að áfram sé flug til Split í Króatíu, sem er mjög vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum.
„Ég vil líka geta þess að við erum með flugáætlun allt árið á vinsælustu áfangastaðina sem Íslendingar sækja, t.d. Tenerife, Alicante, Barcelona og Madrid. Úrvalið er endalaust hjá okkur,“ segir Birgir.
Þeir sem gengið hafa frá pöntun á flugi til Pula í sumar fá fargjaldið endurgreitt.