Fjórir ungir piltar slösuðust í slysinu og segir í frétt Morgunblaðsins í dag að tveir þeirra hafi verið útskrifaðir af gjörgæsludeild, en tveir séu þar áfram. Þrír piltanna eru nemendur við skólann og eru þeir allir á aldrinum 17 til 18 ára.
„Við ætlum að bjóða fólki að koma saman og ræða málin enda eru margir í áfalli og ekki síst öll ungmennin sem komu að slysinu,“ segir Þorkell Þorsteinsson, settur skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, í samtali við Morgunblaðinu.
Samverustundin fer fram í bóknámshúsi skólans klukkan 17 á þriðjudag og eru allir velkomnir.
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa og sagði Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is í gær að hún muni taka einhverjar vikur.