Ung kona er í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins vegna rannsóknar á andláti eldri manns. Maðurinn er sagður vera faðir hennar.
Vísir greindi fyrst frá.
Málið kom upp snemma á föstudagsmorgun og var konan leidd fyrir dómara síðar þann dag.
„Það var snemma á föstudagsmorgun sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar héldu strax á staðinn, en karlmaðurinn var þungt haldinn þegar að var komið. Hann var fluttur á slysadeild og lést þar síðar um daginn. Konan, sem er í gæsluvarðhaldi, var handtekin í fyrrnefndu húsi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í morgun.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.