fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Leita að náriðli á flótta – Misnotaði lík nýlátins manns í neðanjarðarlest

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 22:00

Maðurinn flúði af vettvangi eftir glæpinn. Mynd/Lögreglan í New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í New York borg í Bandaríkjunum leitar manns sem er sakaður um að misnota lík í neðanjarðarlest. Náðriðillinn er ekki talinn hafa þekkt hinn látna eða átt þátt í dauða hans.

Eins og segir í frétt blaðsins Daily Star um málið þá leitar lögreglan í New York að manni sem er grunaður um að hafa kynferðislega misnotað lík í neðanjarðarlest. Atvikið gerðist í kringum miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 9. apríl, í Manhattan hverfinu.

Að sögn sjónarvotta lést karlmaður að því virtist af náttúrulegum orsökum. Hann hefur ekki verið nafngreindur. Vitað er að hann reykti sígarettu rétt áður en hann missti meðvitund og dó. Hinn látni var alls í um fjóra klukkutíma í lestinni, frá klukkan átta til miðnættis en ekki kemur fram hvenær hann lést.

Eftir andlátið kom aðvífandi annar maður og svívirti líkið á staðnum áður en að sjúkraliðar gátu komið til að fjarlægja líkið. Ekki kemur fram hvað maðurinn gerði en það flokkast sem kynferðisleg misnotkun eða nauðgun á líki. Að því loknu flúði hann af vettvangi og fór út á brautarstöðinni á Whitehall stræti.

Náðist á mynd

Maðurinn er talinn vera tæplega 180 sentimetrar á hæð og vega tæplega 100 kíló. Hann er hvítur en dökkur yfirlitum, með sítt hár og mótað skegg. Var hann í gulri hettupeysu og í svartri úlpu þegar hann framdi verknaðinn. Náðust myndir af honum á öryggismyndavélum.

Lögregla hefur birt mynd af manninum. Mynd/Lögreglan í New York

Ekki er talið að mennirnir hafi þekkst í lifanda lífi. Heldur er ekki talið að náriðillinn hafi átt neinn þátt í dauða mannsins.

Lögregla telur sig vita hver náriðillinn er en nafn hans hefur ekki verið birt. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, er heróínfíkill og hefur lögreglan birt handtökumynd (mugshot) af honum.

Trúir ekki að bróðir sinn sé pervert

Blaðið New York Post birti viðtal við bróður náriðilsins sem sagði að hann hefði setið í fangelsi, fyrir rán eða líkamsárás, en hefði verið sleppt fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann hefði fengið að gista hjá sér síðan honum var sleppt.

„Ég hef ekki séð hann í nokkra daga. Hann fór að verða meira úti á kvöldin. Hann hefur aldrei gert neitt þessu líkt, ekki það sem þeir segja að hann hafi gert. Ég held að hann hafi ekki gert þetta. Hann er ekki þannig persóna,“ sagði bróðirinn, sem er 56 ára gamall. „Þeir sögðu að hann hefði tekið út á sér tólið og sett það í…. ég held að hann hafi ekki gert það. Hann er ekki pervert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans