Íslenskur karlmaður á sextugsaldri sem leitað var að í Danmörku er fundinn. Hann er heill á húfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar.
Greint var frá því fyrr í dag að leitað væri af íslenskum manni, 55 ára að aldri, í bænum Sønderborg og svæðinu þar um kring. Óttast var um velferð hans.
„Maðurinn sem leitað var að í Sønderborg fyrr um daginn er nú fundinn heill á húfi,“ segir í tilkynningunni. Er þakkað fyrir hjálpina við leitina.