fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Gagnrýna miklar hækkanir á sumarnámskeiðum Kópavogs – Allt að tvöföldun gjalda

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 12:00

Frá sumarnámskeiði Kópavogs. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarnámskeið barna í Kópavogi verða mun dýrari fyrir foreldra í ár en þau voru í fyrra. Minnihluti bæjarstjórnar gagnrýnir gjaldskrárhækkunina harðlega.

Ný gjaldskrá var samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær. Hækka sumarnámskeið barna mikið milli ára.

Verð fyrir sumarnámskeið í frístund árið 2025 verður 18.500 krónur fyrir vikuna en verðið var 12.100 krónur árið 2024. Það er 53 prósenta hækkun á milli ára. Matur er ekki innifalinn í verðinu og gert ráð fyrir að börnin komi með nesti á námskeiðið.

Verðið á smíðavöllunum hækkar meira. Í sumar verður verðið 18.500 krónur, það er 14.500 fyrir námskeiðið sjálft og 5.000 krónu kofagjald. Verðið í fyrra var 9.500 krónur. Það er tæplega 95 prósenta hækkun. Námskeiðin eru aðeins hálfan daginn.

Þá hafa verð fyrir sumarsmiðjur einnig hækkað, sem eru stök 2 klukkustunda námskeið.

Álag á barnafjölskyldur

„Undirrituð mótmæla harðlega hækkun gjaldskrár fyrir sumarnámskeið barna í Kópavogi um 53% til 105%,“ segir í bókun fulltrúa minnihlutans. Það er Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vina Kópavogs.

Bent er á að hækkunin sé í andstöðu við yfirlýsingu ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í mars 2024 þar sem áhersla var lögð á að halda gjaldskrárhækkunum í hófi á samningstíma kjarasamninga. Sérstaklega varðandi barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu.

„Fyrirhuguð hækkun sumarnámskeiðsgjalda gengur gegn þessum markmiðum og felur í sér umtalsvert aukið fjárhagslegt álag á barnafjölskyldur í Kópavogi en skiptir litlu sem engu í tekjuöflun bæjarsjóðs,“ segir í bókuninni.

Samkeppni við kirkjur og íþróttafélög

Í bókun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir að athugasemdir hafi borist til menntasviðs varðandi sumarnámskeiðin. Það er að Kópavogsbær sé í beinni samkeppni við kirkjur og íþróttafélög.

„Þessar breytingar eru í samræmi við verðlagningu sumarnámskeiða nágrannasveitarfélaga,“ segir í bókun meirihlutans.

Fer ekki til ungmennaráðs

Þessari réttlætingu tók minnihlutinn ekki mark á. Kópavogsbær hafi boðið upp á ódýrari sumarnámskeið og þannig tryggt að öll börn hafi raunverulegt tækifæri til þátttöku í uppbyggilegu sumarstarfi, óháð fjárhagsstöðu foreldra þeirra eða forráðamanna.

Vildi minnihlutinn að málið yrði sent til umsagnar í ungmennaráði. Hlutverk þess væri að gæta hagsmuna barna og ungmenna í Kópavogi og þessi tillaga snerti hagsmuni þeirra með afgerandi hætti. Því var hins vegar hafnað af meirihlutanum.

„Gjaldskrárhækkun af þessari stærðargráðu getur haft í för með sér að sum börn, sérstaklega þau sem koma úr tekjulægri fjölskyldum, fái ekki tækifæri til að sækja sumarnámskeið. Aðgerðin getur því takmarkað aðgengi að frístundum sem eru í eðli sínu afar mikilvægar fyrir félagsfærni, öryggi og velferð barna yfir sumartímann,“ segir í bókun minnihlutans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“
Fréttir
Í gær

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frændi frá helvíti dæmdur í þriggja ára fangelsi

Frændi frá helvíti dæmdur í þriggja ára fangelsi