fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 19:00

Heilsulindir eru fjölmargar á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur ferðamaður er miður sín eftir ferð í heilsulindina Fontana á Laugarvatni þar sem hópur gesta fór óbaðaður í laugina. Einnig voru þeir ekki í sundfatnaði heldur í stuttermabolum og íþróttabuxum.

„Í gær heimsótti ég yndislega Fontana heilsulind á Laugarvatni með fjölskyldunni minni – stað sem við höfum heimsótt ár eftir ár síðan 2013 og við höfum alltaf elskað. Því miður var þetta síðasta heimsóknin mín,“ segir þýskur ferðamaður í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástæðan er óþrifnaður annarra ferðamanna sem hafi farið óbaðaðir í laugina.

„Á meðan við 10 ára sonur minn vorum í skiptiklefanum kom hópur ferðamanna inn á sundlaugarsvæðið án almennilegra sundfata (þeir voru í stuttermabolum og íþróttastuttbuxum) og, ekki síður, án þess að fara í sturtu áður,“ segir hann. „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum — gestir gengu beint út án þess að fara í sturtu eða skipta almennilega.“

Tekur ekki hógværð sem afsökun

Ferðamaðurinn hneykslaði segist hafa rætt við starfsfólk á leiðinni út og segir að þau hafi viðurkennt að þetta.

„Þeir sögðu okkur að þeir gerðu sitt besta til að minna fólk á að fara í sturtu og klæðast viðeigandi sundfötum, en þetta er orðið útbreitt vandamál,“ segir hann. „Sumir ferðamenn vitna víst í „hógværð“ sem kröfu um að sleppa sturtunni — þrátt fyrir að það séu einstaklings básar til að skipta um í og gardínusturtur í boði.“

Tekur hann þetta ekki gilt sem afsökun. Þetta sé beinlínis fávís og vanvirðandi hegðun, fyrir utan að vera mjög óheilbrigð. Segir hann að þetta eyðileggi upplifunina að fara í heilsulind.

Sjá einnig:

Óþrifnaður ferðamanna í sundlaugum til umræðu – „Er mannekla eða bara enginn að nenna að þrífa typpalingana?“

„Ég er búinn með „lagoons“,“ segir hann. „Jarðhitalaugarnar á staðnum eru alveg jafn ánægjulegar, virðulegri fyrir menninguna og halda enn í það sem gerir baðferðir á Íslandi sérstakar.“

Ættu að vera heima

Færslan hefur fengið mikil viðbrögð, bæði frá öðrum ferðamönnum sem og Íslendingum. Vandamál tengd „lagoons“ virðast vera að verða útbreidd.

„Ég skil ekki þennan þankagang. Þegar ég ferðast til annarra landa þá fylgi ég þeim hefðum og reglum sem þar gilda,“ segir einn. „Fólki sem líkar ekki við þetta ætti að sleppa þessu eða vera bara heima hjá sér.“

„Ég hef aðeins farið í Sky Lagoon. Því miður eru sumir gestir sem eyðileggja upplifunina,“ segir annar. „Þessir ferðamenn fara til annarra landa til þess að detta í það og er alveg sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“

Sakar fyrrverandi ráðherra um stafrænt ofbeldi – „Hvolpasveit“ og „blaðurskjóða“
Fréttir
Í gær

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hannes hjólar í kvennalandsliðið í handbolta – „Blessaðar stúlkurnar, allt sennilega sakleysingjar“

Hannes hjólar í kvennalandsliðið í handbolta – „Blessaðar stúlkurnar, allt sennilega sakleysingjar“