fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. apríl 2025 16:30

Grafarholt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Wikimedia Commons - Roman Z

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest þá ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að aðhafast ekkert vegna smáhýsis á lóð íbúa í Grafarholti en nágrannar viðkomandi höfðu kært ávörðunina en þeir höfðu ekki veitt samþykki sitt fyrir byggingunni. Fær smáhýsið að standa þrátt fyrir að það sé innan við þrjá metra frá lóðarmörkum en við slíkar aðstæður þarf, samkvæmt byggingarreglugerð, að afla samþykkis eiganda aðliggjandi lóða.

Hinir ósáttu nágrannar tilkynntu um bygginguna til byggingarfulltrúa sem sendi starfsmenn sína á vettvang. Eftir skoðunina var ákveðið að aðhafast ekkert þar sem smáhýsið raskaði ekki öryggis- og almannahagsmunum að matti byggingarfulltrúa. Í kjölfarið kærðu nágrannarnir málið til nefndarinnar.

Í kæru sinni bentu nágrannarnir meðal annars á að smáhýsið væri meira en 2,5 metra hátt og innan við 60 sentímetrum frá lóðarmörkum. Vísuðu nágrannarnir í ákvæði byggingarreglugerðar sem kveður á um að þó smáhýsi séu undanþegin byggingarleyfi og krefjist þá ekki samþykkis eigenda aðliggjandi lóða nema ef smáhýsið sé innan við þrjá metra frá lóðarmörkum, þá þurfi slíkt samþykki.

Vildu nágrannarnir enn fremur meina að mannvirkjagerðin væri of umfangsmikil til að teljast smáhýsi en það hafi átt að vera gufubað og tengt heitum potti sem byggingarfulltrúinn hafi krafist að sótt yrði um byggingarleyfi fyrir. Huglægt mat á öryggis- og almannahagsmunum sé ekki fullgildur rökstuðningur.

Of nálægt en samt allt í lagi

Í andsvörum Reykjavíkurborgar kom fram að smáhýsið félli undir þau ákvæði byggingarreglugerðar sem veittu undanþágur frá byggingarleyfum. Breyti þar engu um hvort hýsið sé tengt rafmagns, neysluvatns- og fráveitulögnum eða verði notað sem gufubað, enda sé slíkt heimilt samkvæmt leiðbeiningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sagði borgin að smáhýsið standi vissulega of nálægt lóðarmörkum en mat byggingarfulltrúa hafi verið að ekki fengist séð að hýsið ylli hættu né væri skaðlegt heilsu nágranna og af því leiddi að öryggis- eða almannahagsmunum væri ekki raskað. Þar af leiðandi myndi embættið ekki beita þvingunarúrræðum samkvæmt lögum um mannvirki.

Sagði borgin að þau lög skylduðu ekki byggingarfulltrúa til að beita þvingunarúrræðum en honum sé það heimilt ef til dæmis gengið sé gegn öryggis- og almannahagsmunum.

Íbúinn sem reisti smáhýsið andmælti því að hann hefði ekki leitað eftir samþykki nágrannanna. Það hefði verið gert munnlega í upphafi og gögn staðfesti samþykki þeirra. Enn fremur sagði hann hæð smáhýsisins hafa verið lækkaða til að uppfylla hæðarmörk byggingarreglugerðar, um smáhýsi.

Ósáttu nágrannarnir höfnuðu því að hafa veitt samþykki sitt og sögðust ekki hafa verið á landinu þegar framkvæmdir hófust.

Óumdeilt

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að óumdeilt sé að smáhýsið uppfylli ekki öll skilyrði byggingarreglugerðar um undanþágu frá byggingarleyfi. Það sé of nálægt lóð nágrannanna sem hafi ekki veitt samþykki sitt. Nefndin tekur hins vegar undir þá lagatúlkun byggingarfulltrúa að honum sé ekki skylt að grípa til þvingunarúrræða séu ekki til staðar til dæmis öryggis- og almannahagsmunir sem knýi á um beitingu slíkra úrræða.

Niðurstaða byggingarfulltrúa um að beita sér ekki í málinu sé þar af leiðandi vel rökstudd. Ákvörðunin um aðhafast ekkert vegna smáhýsisins stendur því óhögguð.

Athygli vekur að þegar kom að öðru smáhýsi sem var talið of nálægt lóðarmörkum komst byggingarfulltrúinn að þveröfugri niðurstöðu sem nefndin tók undir en eins og DV greindi frá fyrr í dag var í því máli smáhýsið talið ógna umferðaröryggi.

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“
Fréttir
Í gær

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Í gær

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá