fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. apríl 2025 09:00

Íslendingar fagna karlalandsliðinu í fótbolta á Arnarhóli árið 2016. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur bandaríska sendiráðið á Íslandi gert þær kröfur til íslenskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við sendiráðið að þau hlýði tilskipunum Donald Trump forseta Bandaríkjanna um að vinna ekki eftir neinum áætlunum sem stuðla að fjölbreytileika og jafnrétti. Fjöldi bandarískra borgara hvetur hins vegar á samfélagsmiðlum Íslendinga til að fara ekki eftir þessum kröfum og standa fast á sínum gildum.

Málið er á borði utanríkisráðuneytisins en samkvæmt íslenskum lögum þurfa fyrirtæki að gera jafnréttisáætlanir og til staðar eru lög um jafnan rétt á vinnumarkaði. Sendiráðið virðist því vera að krefjast þess að íslensk fyrirtæki sem það skiptir við fari ekki eftir íslenskum lögum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði í samtali við RÚV að ljóst væri að á Íslandi gildi íslensk lög og að íslensk fyrirtæki geti ekki undirgengist samninga sem gangi gegn lögum hér á landi.

Margir Íslendingar hafa gagnrýnt þessar kröfur sendiráðsins harðlega.

Íslendingar reiðir vegna skipunar bandaríska sendiráðsins – „Kæri Trump, Trodduðí. kveðja, Ísland“

Margir bandarískir borgarar taka undir gagnrýnina meðal annars í athugasemdum við frétt fjölmiðilsins Reykjavik Grapevine sem flytur fréttir frá Íslandi á ensku. Meðal ummæla frá Bandaríkjamönnum sem má lesa þar eru eftirfarandi, í þýðingu DV:

„Ég hata hann. Ég hata þetta. Ég hata að við séum að fjandskapast við bandamenn okkar.“

Sterk

„Verið sterk, Ísland. Sýnið honum hvernig alvöru leiðtogahæfileikar eru. Standið vörð um ykkar fólk og gildi.“

„Bandaríkin geta ekki sagt fullvalda ríki hvernig lög þess og menning eiga að vera.“

„Verið sterk, Ísland. Það kusu ekki allir Bandaríkjamenn hann.“

„Hvílík bíræfni.“

„Ég skammast mín fyrir að vera Bandaríkjamaður.“

„Haldið fast við ykkar gildi, Ísland.“

Í einni athugasemd er hvatt til þess að öll viðskipti við bandaríska sendiráðið verði stöðvuð.

„Það er fáránlegt. Ísland ætti að fá að framkvæma hvaða stefnu sem það vill.“

„Bandaríkin geta ekki ráðið yfir Íslandi.“

„Sem Bandaríkjamaður segi ég standið fast á ykkar. Mitt land fær ekki að ráðskast með stefnu Íslands.“

Ekki allir

Þetta er aðeins brot af þeim ummælum sem almennir bandarískir borgarar láta falla, í athugasemd við áðurnefnda frétt Reykjavik Grapevine, til stuðnings Íslandi vegna þessarar kröfu sendiráðs lands þeirra. Í athugasemdunum eru þó sumir sem lýsa yfir ánægju sinni með Donald Trump og stefnu hans en ekki er að sjá ummæli þar sem beinlínis þess er krafist að íslensk stjórnvöld og fyrirtæki hlýði þessum kröfum sendiráðsins um að það skipti ekki við neinn sem vinnur eftir áætlunum um jafnrétti og fjölbreytileika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”