fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Útsýni Bergs er ruslið í garði nágrannanna – „Ég vil nú bara áfrýja til samvisku fólks“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. apríl 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum náttúrlega bara orðin pínu leið á því að  horfa á þetta. Ég vil nú bara áfrýja til samvisku fólks. Ástæðan fyrir að þetta er svona er að þessar íbúðir voru gerðar af einhverjum verktaka sem að síðan fór bara því miður held ég á hausinn. Allavega skildi þetta svona eftir og íbúarnir sitja svolítið eftir bara með sárt ennið. Ég veit að nágrannarnir hérna á móti með þessa blessuðu ruslageymslu, þeir geta kannski minnst af þessu gert,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson íbúi í Dalbrekku í Kópavogi.

Hann sem og nágrannar hans í sjö húsnúmerum, Dalbrekku 2-14, mega horfa á ruslið á lóð nágrannanna út um gluggana hjá sér, á lóðum húsa við Auðbrekku 7 og 9. Í báðum húsum eru rekin fyrirtæki og í númer níu voru gerðar níu íbúðir fyrir nokkru.

„Við erum búin að búa hérna núna í í fjögur ár og erum náttúrlega bara orðin pínu leið á því að  horfa á þetta. Ég vil nú bara áfrýja til samvisku fólks,“ segir Bergur.

„Það væri hægt með einhverjum hætti að loka þessu blessaða gati, að minnsta kosti taka þessa blessuðu byggingargirðingu í burtu og ganga frá auðvitað svo þetta sé snyrtilegt. En ég veit að það kostar tíma og peninga. Ég geri mér grein fyrir því að þessi ruslageymsla verður sennilega aldrei klár vegna þess að íbúarnir hafa örugglega lítið eða ekkert efni á því, því þetta eru svo fáar íbúðir til að standa í því. Planið var sem sagt þetta að opna þarna gat og grafa út úr kjallaranum á þessu húsi og gera snyrtilegar geymslur en það kláraðist ekki.““ segir Bergur.

Útsýnið frá íbúð Bergs.

Íbúðirnar eru níu talsins á 1. hæð í Auðbrekku 9, allar með verönd út að bílastæði fyrir framan og er ekið að íbúðunum á milli Auðbrekku og Dalbrekku þar sem tímabundin aðkoma hefur verið gerð. Ein þeirra er til sölu í dag og Auðbrekka 7 er einnig til sölu. Á myndum af eignunum á söluvef sést vel aðkoman að íbúðunum og ruslageymslan og ruslið við auka ruslins á lóð Auðbrekku 7. 

„En ég vil líka bara höfða til Rafportmanna og segja við þau, þið eigið hérna fullt af rafmagnsvöru sem liggur eins og hráviður og þau geti kannski bara tínt þær upp og og selt frekar en að þær liggi þarna. Þær eru búnar að liggja þarna eftir eitthvað óveður held ég á annað ár.“

Aðkoman að íbúðunum við Auðbrekku 7. Ruslageymslan vel sýnileg.
Gámur, bílar og fleira á lóð Auðbrekku 7 vel sýnilegt.

Bergur segir svæðið sem um ræðir innigarð sem íbúar í Dalbrekku séu að reyna að halda snyrtilegum. „Það er fínt að ganga hérna í gegn, það verður pottur hérna á sumrin og það eru suðursvalir hjá okkur og bara gæti ekki verið betra. Þannig að það stingur svolítið í augu þegar maður situr úti á svölum að hafa þetta fyrir framan mann.“

Bergur segist tala fyrst og fremst sem íbúi í málinu og biðla til nágranna sinna, en hann er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. 

„Ég hef heyrt sjónarmið bæjarstjóra með þetta. Ég veit að bærinn er að reyna sitt allra besta til þess að ná fram deiliskipulagi og öllu því sem hægt verður. Hvað uppkaup varðar og alls konar atriði.“

Samkvæmt deiliskipulagi stendur til að byggja fleiri hús á svæðinu og nýr vegur. Deiliskipulagið er síðan 2014 að sögn Bergs. Á mynd sem Bergur tók má sjá ruslið sem hann og nágrannar hans hafa fyrir augum alla daga, en hann segir sína mynd ekki sýna allt ruslið nægilega vel. Aðspurður um hvort hann viti hvort að fólk megi bara sanka endalaust rusli á lóð sína segir Bergur það vera mjög teygjanlegt og ekki hafa fengið svar frá byggingareftirlitinu.

„Það er bara vandamál sem við sem samfélag þurfum að svara. Máttu bara safna út fyrir gröf og dauða drasli í garðinum hjá þér, af því þú átt hann. Það þarf ofboðslega mikið til að sveitarfélög banki í öxlina á fólki og segi nú ertu kominn út fyrir það sem lóðarleigusamningur segir til um og ef þú ert með eignarlóð þá er það enn erfiðara. 

Ég vil bara segja bara alveg innilega við viðkomandi, kæri nágranni, viltu í alvörunni hafa þetta svona? Það er stóll uppi á þakinu. Ég veit ekki hvort að það er einhvers konar innsetning eða einhver yfirlýsing. Það eru tveir bílar í garðinum, það er búið að setja timbur á þakið á öðrum og hinn fer aldrei á götuna aftur. Það er gámur þarna og það ægir öllu saman. Ég er nú bara svona að reyna að höfða til samvisku fólks um hvort það vilji hafa þetta svona.  Mér finnst þetta óskaplega ljótt og leiðinlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“
Fréttir
Í gær

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”