fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland sé að tapa samkeppninni við Noreg og Finnland um upplifunarferðir á norðlægum slóðum.

Þetta segir Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í dag, en í frétt blaðsins er greint frá því að hrun hafi orðið í komum breskra ferðamanna til landsins. Bent er á það að í febrúar hafi um 41 þúsund manns komið frá Bretlandi en í mars var fjöldinn kominn niður í um 18.500. Fækkunin frá því í mars 2024 er 47%.

„Norðmenn og Finn­ar hafa lagt mikla áherslu á að aug­lýsa sín­ar norðlægu slóðir, í Bretlandi. Þar er kom­inn markaður sem er ódýr­ari en við og bet­ur aug­lýst­ur held­ur en okk­ar núna,“ segir Jóhannes um málið.

Í fréttinni er einnig rætt við Hallgrím Lárusson, framkvæmdastjóra og eiganda Snæland Grímsson ferðaskrifstofu, en hann segist hafa horft upp á þessa þróun síðan Íslandsstofa hætti með neytendamarkaðssetningu á samfélagsmiðlum árið 2022. Kennir hann stjórnvöldum um þessa þróun.

„Ef stjórn­völd vilja efla ferðaþjón­ustu þarf að vinna bæði í markaðssetn­ingu og skapa fyr­ir­tækj­um sam­bæri­leg­ar aðstæður og í sam­keppn­islönd­un­um. Hér er verið að skera ferðaþjón­ust­una niður við trog með þeim af­leiðing­um að fólki sem kem­ur til lands­ins fækk­ar,“ segir Hallgrímur í Morgunblaðinu þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“
Fréttir
Í gær

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”