Þetta segir Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í dag, en í frétt blaðsins er greint frá því að hrun hafi orðið í komum breskra ferðamanna til landsins. Bent er á það að í febrúar hafi um 41 þúsund manns komið frá Bretlandi en í mars var fjöldinn kominn niður í um 18.500. Fækkunin frá því í mars 2024 er 47%.
„Norðmenn og Finnar hafa lagt mikla áherslu á að auglýsa sínar norðlægu slóðir, í Bretlandi. Þar er kominn markaður sem er ódýrari en við og betur auglýstur heldur en okkar núna,“ segir Jóhannes um málið.
Í fréttinni er einnig rætt við Hallgrím Lárusson, framkvæmdastjóra og eiganda Snæland Grímsson ferðaskrifstofu, en hann segist hafa horft upp á þessa þróun síðan Íslandsstofa hætti með neytendamarkaðssetningu á samfélagsmiðlum árið 2022. Kennir hann stjórnvöldum um þessa þróun.
„Ef stjórnvöld vilja efla ferðaþjónustu þarf að vinna bæði í markaðssetningu og skapa fyrirtækjum sambærilegar aðstæður og í samkeppnislöndunum. Hér er verið að skera ferðaþjónustuna niður við trog með þeim afleiðingum að fólki sem kemur til landsins fækkar,“ segir Hallgrímur í Morgunblaðinu þar sem nánar er fjallað um málið.