fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Íslendingar reiðir vegna skipunar bandaríska sendiráðsins – „Kæri Trump, Trodduðí. kveðja, Ísland“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 11. apríl 2025 14:30

Sumir vilja að sendiráðinu verði lokað eða að sendiherrann verði sveltur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa brugðist reiðir við fréttum af því að bandaríska sendiráðið krefjist þess að fyrirtæki sem stundi viðskipti við það vinni ekki eftir stefnu sem stuðli að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu. Vonast margir eftir því að íslensk fyrirtæki neiti því að stunda viðskipti við sendiráðið vegna þessa.

Eins og greint var frá í frétt RÚV í gær eru öll sendiráð Bandaríkjanna að endurskoða samninga við verktaka og fyrirtæki í samræmi við tilskipanir Donald Trump forseta. Þessar tilskipanir stangast í sumum tilfellum á við íslensk lög, svo sem um jafnréttisáætlanir og jafnlaunavottun.

Íslendingar hafa brugðist illa við þessu á samfélagsmiðlum og ekki er annað hægt að segja en að afstaða til Trump og sendiráðsins sé neikvæð.

Jóhannes Þór er ómyrkur í máli.

„Bað ChatGPT að skrifa tillögu að svarbréfi fyrir utanríkisráðuneytið í þessu flókna og viðkvæma milliríkjamáli: Kæri Trump, Trodduðí. kveðja,Ísland,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarmaður í Samtökunum ´78.

Þorbjörg segir ekkert fyrirtæki eigi að lúffa fyrir fasistum.

Fyrrverandi formaður Samtakanna ´78 og núverandi bæjarfulltrúi Samfylkingar í Garðabæ, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, spyr um lögmætið.

„Þannig að íslensk fyrirtæki eiga að brjóta íslensk lög? Eða hvað? Það á ekkert fyrirtæki að lúffa fyrir þessum fasista,“ segir Þorbjörg.

Hallur Magnússon minnir á að sendiráðið er háð íslenskri orku.

Hallur Magnússon, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að þá ætti að slökkva á rafmagni og hita í sendiráðinu.

„Þá ætti viðskiptum íslenskra fyrirtækja – þar með talið orkufyrirtækja – við bandaríska sendiráðið að vera sjálfhætt,“ segir Hallur.

 

Burt með sendiráðið

Í athugasemdakerfi á síðu RÚV láta margir í sér heyra og eru harðorðir í garð Trump og sendiráðsins.

„Vinnueftirlitið á að sjá til þess að það verði ekki unnið við sendiráðið næstu fjögur árin erlendir verktakar hljóta að þurfa að fara eftir íslenskum lögum og reglum,“ segir einn.

„Þá er bara láta þessa andskota eiga sig og gefa þessu puttann, þessi appelsínuguli fáviti stjórnar engu hér,“ segir annar.

„Hvort sem fólki líkar við ESB eður ei þá er morgunljóst að næstu árin eru þau öruggari félagsskapur en þessi níðingur vestanhafs,“ segir sá þriðji.

Kalla sumir eftir því að sendiráðinu verði lokað og sendiherrann sendur heim. Einnig að bandarískir hermenn fari af landinu.

„Á þessum tímapunkti ætti allur heimurinn að segja Ameríku að fokka sér, vinnum saman og einangrum þau. Þau munu koma skríðandi til baka,“ segir einn.

 

Íslendingar myndu ekki vilja versla við slík fyrirtæki

Þá er einnig umræða um málið á meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit. Er þar meðal annars nefnt að Íslendingar myndu ekki vilja eiga viðskipti við þau fyrirtæki sem myndu lúta þessu.

„Verður þá ekki bara nammiskúffan tóm og rafmagnslaust í sendiráðinu?“ spyr einn.

„Ætli það verði ekki podkastið hans Frosta og Morgunblaðið sem gerast verktakar fyrir bandaríska sendiráðið,“ segir annar.

„Þetta væri alltaf bara einhver smáfyrirtæki sem mundu reyna að ná til heiladauðu Íslendingana og þau eru líklegast ekkert með neina samninga þarna,“ segir enn einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”