fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Þorleifsson, geðlæknir með áratuga starfsreynslu, varar sterklega við yfirvofandi lokun Janusar endurhæfingar. Til stendur að loka úrræðinu þann 1. júní næstkomandi eftir að stjórnvöld sögðu upp samningi sínum við það.

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sagt að áhyggjur séu óþarfar þar sem það muni aldrei koma til þess að einstaklingar sem þurfi á hjálp að halda falli á milli skips og bryggju.

„Það er VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóður sem greiðir 75% hlut­inn til Janus­ar og það er VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóður sem sagði upp þeim samn­ing­um. Það er heil­brigðisráðuneytið sem hef­ur með þessi mál að gera, um­fram mig, hvað lýt­ur að starf­send­ur­hæf­ing­unni en ég mun ekki láta mitt eft­ir liggja að koma til móts við að tryggja að þess­ir ungu ein­stak­ling­ar sem nauðsyn­lega þurfa á hjálp að halda, og það dreg ég enga fjöður yfir, fái þá hjálp sem þeir þurfa á að halda,“ sagði Inga á Alþingi í marsmánuði.

Fólk með fjölþættan vanda

En Kristófer óttast það engu að síður og bendir hann á í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Janus endurhæfing hafi veitt læknisfræðilega og þverfaglega starfs- og endurhæfingu frá árinu 2000, eða í 25 ár, með frábærum árangri.

„Mark­hóp­ur­inn hef­ur verið fólk á aldr­in­um 18-30 ára með al­var­leg geðræn þroska- og hegðun­ar­vanda­mál sem ekki hef­ur notið hæf­ing­ar eða end­ur­hæf­ing­ar utan sjúkra­húsa ann­ars staðar. Þetta er fólk með fjölþætt­an heilsu­vanda,” segir hann í grein sinni og bætir við að Jan­us end­ur­hæf­ing vinni gegn og bæt­ir starf­ræn­ar trufl­an­ir sem til eru komn­ar eft­ir sjúk­dóma, slys og/​eða áföll.

Hér sé um að ræða einstaklinga utan vinnumarkaðar og markmið starfseminnar sé að aðstoða viðkomandi til að kom­ast í nám og/​eða á vinnu­markaðinn og fyr­ir­byggja var­an­lega ör­orku. „Skjól­stæðing­ar Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar eru ungt fólk utan vinnu, náms og virkni sem eiga oft í erfiðleik­um með að kom­ast út úr her­bergj­um sín­um eft­ir að hafa búið við fé­lags­lega ein­angr­un í lang­an tíma. Ungt fólk sem er ekki til­búið í hefðbund­in at­vinnu­tengd úrræði, þarf lengri tíma í end­ur­hæf­ingu og meiri aðlög­un,“ segir hann.

Ekkert sambærilegt úrræði til

Hann segir síðan að árangurinn hafi ekki látið á sér standa. „Að meðaltali síðustu þrjú ár hafa rúm­lega 56% þeirra sem hafa lokið þjón­ustu hjá Jan­usi end­ur­hæf­ingu farið í nám, vinnu eða virka at­vinnu­leit.“

Hann útskýrir svo muninn á Virk starfsendurhæfingarsjóði og Janusi endurhæfingu og segir að þar sé ólíku saman að jafna.

„Virk er starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóður sem ber að styðja fólk til þátt­töku á vinnu­markaði. Jan­us end­ur­hæf­ing er hins veg­ar lífs­bjarg­andi úrræði, geðend­ur­hæf­ing sem aðstoðar viðkvæm­ustu ung­menn­in með fjölþætt­an vanda til virkni í sam­fé­lag­inu. Það er mat fag­fé­laga og hags­muna­sam­taka að ekki sé hægt að líkja þess­um úrræðum sam­an. VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóður virkj­ar fólk til at­vinnu; Jan­us end­ur­hæf­ing virkj­ar viðkvæm­an hóp til lífs­ins og vinn­ur að aukn­um lífs­gæðum sinna skjól­stæðinga. Virkj­ar fólk til sjálfs­bjarg­ar og sjálf­stæðrar bú­setu og kem­ur í veg fyr­ir dýra stofn­ana­vist­un.“

Kristófer gagnrýnir það að stjórnvöld hafi ekki raunhæfa áætlun um þjónustu við núverandi skjólstæðinga Janusar né þau sem eru á biðlista eftir þjónustunni. „Ekk­ert annað úrræði veit­ir sam­bæri­lega geðend­ur­hæf­ingu,“ segir hann og bætir við að fjölmörg fagfélög og hagsmunasamtök sem þekki vel til þarfa hópsins telji stöðuna sem blasir við grafalvarlega þegar úrræðinu verður lokað. Hann sendir að lokum brýningu til stjórnvalda.

„Tryggið áfram starf­semi Janus­ar. Ekk­ert sam­bæri­legt úrræði er til. Skjól­stæðing­ar Janus­ar eru fá­tæk ung­menni sem eru jaðar­sett í sam­fé­lag­inu og þurfa mik­inn og góðan ramma svo þau nái viðun­andi lífs­gæðum. Meðferð Janus­ar dreg­ur úr al­var­leika geðrænna vanda­mála og dreg­ur úr hættu á sjálfs­víg­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”