Í nýju stöðunni hefur Phil þegar öðlast einstaka reynslu, þar á meðal verið á fundi með glímumeistara, farið til Guantamo Bay á Kúbu og í ferðalag með bróður sínum til ríkja við Indlands- og Kyrrahaf.
The Independent segir að samkvæmt lögum frá 1967 sé opinberum embættismönnum bannað að ráða ættingja sína í stöður, sem almennir borgarar eru í, eða veita þeim stöðuhækkun. Þeim er einnig bannað að veita þeim meðmæli í stöður hjá hinu opinbera.
Fyrir utan að stofna hlaðvarpsframleiðslufyrirtæki, þá hefur Phil unnið við samfélagsmiðla og hlaðvörp hjá The Hudson Institute.
Phil hefur áður unnið fyrir bróður sinn því þegar Pete var forstjóri samtakanna „Concerned Veterans for America“, sem eru óhagnaðardrifin samtök, greiddi hann Phil 108.000 dollara fyrir að annast fjölmiðlasamskipti fyrir samtökin. Samtökin lentu síðan í miklum fjárhagsörðugleikum á meðan Pete var við stjórnvölinn.