Rarik stendur í fararbroddi orkuskiptanna á landsbyggðinni og vinnur markvisst að því að leggja línurnar fyrir grænt og þróttmikið atvinnulíf um land allt. Í dag verður blásið til vorfundar á Selfossi kl. 15:00 þar sem boðið verður upp á spennandi samtal um orkumál, verðmætasköpun og framþróun samfélaga, auk léttra veitinga. Öll eru velkomin og fer skráning fram á vef Rarik en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á DV.
Vorfundur Rarik er haldinn undir yfirskriftinni „Hreyfum samfélagið til framtíðar“ en Rarik er svo sannarlega hreyfiafl fyrir fyrirtæki og heimili sem reiða sig á örugga dreifingu raforku svo að hversdagslífið gangi upp og til að skapa verðmæti og störf. Rarik styður þannig við framtíðarsýn og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hreyfa samfélagið áfram – að árangri og uppbyggingu.
Á vorfundinum, sem haldinn er í húsnæði Rarik að Larsenstræti 4 á Selfossi, fá gestir að heyra stutt og áhugaverð erindi um orkumál frá helstu sérfræðingum Rarik en einnig frá fulltrúum Bændasamtakanna og Mýrdalshrepps, tveggja mikilvægra hagaðila fyrirtækisins. Þannig vill Rarik opna á aukið samtal og samráð við þau sem treysta á fyrirtækið til að ná árangri. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun ávarpa fundinn og fundarstjóri verður Vigdís Hafliðadóttir sem sér til þess að umgjörðin verði létt og skemmtileg og að samtalið fái að flæða. Boðið verður upp á frábærar sunnlenskar veitingar og áframhaldandi samtal að fundi loknum. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á blómlegri landsbyggð og orkumálum til að mæta á staðinn eða horfa á fundinn í streymi.