fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang. Eins hefur ESA vísað tveimur aðskildum málum, tengdum úrgangi, til EFTA-dómstólsins. Annað tilvikið varðar urðun úrgangs og hitt tilvikið varðar umbúðir og umbúðaúrgang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.

„Samkvæmt rammatilskipun um úrgang er EES-ríkjum skylt að tryggja að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og áætlanir um forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu. Þetta er mikilvægt til að ná fram sjálfbærri meðhöndlun úrgangs, draga úr umhverfisáhrifum og styðja við hringrásarhagkerfið.

Enn hafa nokkur sveitarfélög á Íslandi ekki sett á fót svæðisbundnar úrgangsstjórnunaráætlanir eins og skylt er samkvæmt 28. gr. tilskipunarinnar. Þá hefur landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð í samræmi við 29. gr. tilskipunarinnar sem krefst reglubundins mats og endurskoðunar slíkra áætlana.
Formlegt áminningarbréf er fyrsta skrefið í samningsbrotamáli.“

Eins og áður segir hefur ESA vísað tveimur aðskildum málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins fyrir að hafa aðeins að hluta til innleitt viðeigandi EES-reglur. Fyrra málið varðar urðun úrgangs, en þær reglur hafa það að markmiði að takmarka magn úrgangs sem sendur er til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfi. Ísland fékk formlegt áminningarbréf vegna málsins í ágúst 2022 og svo rökstutt álit í febrúar 2023.

Hitt málið varðar það að Ísland hafi ekki að fullu innleitt EES-reglur um umbúðir og umbúðaúrgang, en þær reglur kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan EES, sem og reglur um meðhöndlun og fyrirbyggjandi ráðstafanir. Markmið reglnanna er að vernda umhverfið og tryggja jafnræði á innri markaði EES. Ísland fékk formlegt áminningarbréf í mars 2022 og rökstutt álit í maí 2022.

Vísan mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA gegn aðildaríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“
Fréttir
Í gær

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Í gær

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá