fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 20:00

Kristrún var í viðtali við Euronews. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir segir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland. Smáríki eigi allt undir alþjóðalögum og að landamæri séu virt.

Kristrún fundaði með Urusulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Antonio Costa, forseta Evrópuráðsins, í Brussel í gær. Einnig var hún í viðtali við samevrópsku sjónvarpsstöðina Euronews.

Eigum allt undir alþjóðalögum

Í viðtalinu var meðal annars rætt um stöðuna á Grænlandi og ógnina sem berst nú þaðan úr vestri, frá Bandaríkjunum og Donald Trump sem vill leggja eyjuna undir sig og hefur ekki útilokað að beita hervaldi til þess.

„Við erum norðurheimskautsþjóð. Norðurheimskautið er heimili okkar,“ sagði Kristrún í viðtalinu og ítrekaði mikilvægi þessa máls fyrir Ísland. „Fyrir okkur er þetta ekki aðeins hugtak í alþjóðasamskiptum. Þetta er staðurinn sem við búum á og þess vegna veldur þetta okkur miklum áhyggjum.“

Sagði Kristrún að ummæli sem Trump og varaforseti hans, J.D. Vance, hafa látið falla að undanförnu væru ekki sæmandi. Einnig hefði hún áhyggjur af auknum áhuga Rússa á norðurslóðum.

„Lítil lönd eins og Ísland eiga allt undir alþjóðalögum og að landamæri séu virt,“ sagði Kristrún. Heilt yfir hafi norðurheimskautið verið friðsælt svæði. „En við getum ekki verið barnaleg og afneitað því að það eru miklir hagsmunir í húfi.“

Vill ekki keyra aðildarviðræður á ótta

Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um hana voru einnig til umræðu í viðtalinu. Meðal annars var Kristrún spurð hvort að Íslendingar myndu finna fyrir meira öryggi að vera hluti af Evrópusambandinu.

„Ég vil ekki keyra aðildarviðræður okkar á ótta,“ sagði Kristrún. „Við ættum að ganga í Evrópusambandið sem hluta af stærri mynd.“

Vissulega væri ekki hægt að neita því að öryggismál væru hluti af heildarmyndinni.

„Vitaskuld munu öryggismál verða á döfinni. Og við sjáum fyrir okkur miklar breytingar á komandi vikum og mánuðum sem geta haft áhrif á þau,“ sagði Kristrún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“
Fréttir
Í gær

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Í gær

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”