fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Forstjóri Icelandair sendir yfirvöldum tóninn: „Þetta er alls ekki góð þróun”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendir ríkisstjórninni tóninn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni segir Bogi frá því að hann hafi eytt dágóðum tíma síðustu vikurnar í að hlusta á plötuna í Raunheimum með Nýdönsk.

Bogi segir að nafn plötunnar hafi fengið hann til að hugsa til verka núverandi ríkisstjórnar. Hann tekur það ekki af ríkisstjórninni að í ráðherrastólum sitja margir öflugir og skynsamir einstaklingar. Hann segir svo:

„En með hags­muni helstu út­flutn­ings­greina Íslands í huga, sem halda uppi lífs­kjör­um okk­ar Íslend­inga, og með Nýdönsk í eyr­un­um, er ekki annað hægt en að velta fyr­ir sér hvort ráðherr­arn­ir séu stadd­ir í raunheimum.“

Skattekjurnar aukist verulega

Bogi bendir á að hann hafi síðastliðin tæplega 17 ár starfað í ferðaþjónustunni og hún sé orðin ein mikilvægasta útflutningsgrein þjóðarinnar.

„Um 32% af út­flutn­ingi Íslands komu frá grein­inni á síðasta ári og skatt­spor henn­ar var rúm­lega 200 millj­arðar. Það eru sem sagt ríf­lega 200 millj­arðar sem grein­in skil­ar ár­lega í rekst­ur ís­lensks sam­fé­lags, til heil­brigðis-, mennta-, vel­ferðar­mála o.s.frv. Ferðaþjón­ust­an er þjón­ustu­grein sem krefst mik­ils mannafla og vegna eðlis starfa í grein­inni er erfitt að sjálf­virkni­væða þau,“ segir hann og nefnir að hér eftir sem áður þurfi jafn margt starfsfólk um borð í flugvélar og áður, sama fjölda þjóna á veit­inga­stöðum, jafn marga til að þrífa hót­el­her­bergi og svo framvegis.

„Á síðustu árum hafa launa­hækk­an­ir verið veru­leg­ar á Íslandi, ekki síst í þjón­ustu­grein­um. Hækk­an­irn­ar hér á landi hafa verið langt um­fram það sem við höf­um séð í sam­keppn­islönd­um okk­ar. Á laun­in legg­ur ríkið svo skatta og gjöld, eins og tekju­skatt og trygg­ing­ar­gjald. Þannig hafa skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs af ferðaþjón­ustu auk­ist veru­lega á und­an­förn­um árum án þess að til hafi komið nýir skatt­stofn­ar, enda gjöld­in næg fyr­ir. Meiri kostnaðar­hækk­an­ir hér á landi en í sam­keppn­islönd­um okk­ar hafa komið niður á sam­keppn­is­hæfni Íslands sem ferðamanna­lands á síðustu miss­er­um.“

Ekki góð þróun

Bogi segir að á sama tíma séu stjórnvöld í þeim löndum sem við erum í mestri samkeppni við, Noregi og Finnlandi til dæmis, að setja verulegar fjárhæðir í markaðssetningu áfangastaða sinna. Það hafi íslensk stjórnvöld ekki gert frá árinu 2022.

„Á síðasta ári sáum við af­leiðing­ar þessa í flæði ferðamanna til Íslands. Er­lend­ir ferðaþjón­ustuaðilar sem hafa selt Ísland í ára­tugi til viðskipta­vina sinna fóru að beina sjón­um sín­um að lönd­um eins og Nor­egi og Finn­landi í stað Íslands. Þetta er alls ekki góð þróun og við verðum í sam­ein­ingu að bregðast við henni, ekki bara fyr­ir ferðaþjón­ust­una á Íslandi held­ur ís­lensk­an efna­hag og sam­fé­lagið í heild því að verðmæta­sköp­un í ferðaþjón­ust­unni hef­ur víðtæk áhrif.“

Velta fyrir sér frekari skattlagningu

Bogi segir svo að síðustu vikur hafi aðstæður breyst enn frekar. Bandaríkin séu stærsti og mikilvægasti markaður Íslands sem ferðamannalands og þaðan komi flestir af ferðamönnum okkar.

„Þar eru nei­kvæð teikn á lofti og vegna breyt­inga á gengi gjald­miðla er nú tæp­lega 7% dýr­ara fyr­ir banda­ríska ferðamenn að koma til Íslands en fyr­ir ári. Á sama tíma er hag­kerfið í Banda­ríkj­un­um að veikj­ast og neyt­end­ur þar munu lík­lega hafa minna á milli hand­anna til ferðalaga.“

Bogi segir að lokum:

„Við sem störf­um í raunheimum vilj­um gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til þess að stuðla að sam­keppn­is­hæfni einn­ar mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein­ar Íslands. Þau sem virðast ekki vera í raunheimum eru að velta fyr­ir sér frek­ari skatt­lagn­ingu og gjald­töku á grein­ina. Hvort er mik­il­væg­ara fyr­ir ís­lenska þjóð? Að mínu mati er svarið aug­ljóst því að það hef­ur aldrei borgað sig að spara eyr­inn en kasta krón­unni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“

Geðlæknir með áratugareynslu varar við: „Ekkert sambærilegt úrræði er til“
Fréttir
Í gær

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Í gær

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“

Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá

Guðrún fór með 15 ára dóttur sinni á fótboltaleik – Blöskraði það sem hún sá