Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra birti fyrir um 10 mínútum á Facebook-síðu sinni myndband úr þyrlu Landhelgisgæslunnar af yfirstandandi eldgosi í næsta nágrenni Grindavíkur, úr lofti. Ljóst er þó að gosið er enn að taka breytingum og meðal annars opnaðist ný sprunga innan varnargarðanna við bæinn og sú sem fyrir var lengdist og það gerðist eftir að myndbandið var birt en það má sjá hér að neðan.