fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 11:30

Bandaríkjamenn þyrftu mikið herlið og búnað til að leggja undir sig Grænland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í hótunum við Grænlendinga og Dani um yfirtöku á Grænlandi. Hefur hann ekki útilokað að beita hervaldi til þess að ná fram þessu markmiði sínu enda hafa bæði Grænlendingar og Danir harðneitað að verða við ósk hans.

En hvernig myndi fjandsamleg yfirtaka á Grænlandi líta út? Um málið er fjallað í Newsweek og rætt við fræðimenn sem ímynda sér hvernig þetta myndi gerast.

Leppstjórn komið á

Að mati Barry Scott Zellen, doktor í við Connecticut háskóla og sérfræðing í öryggismálum á norðurslóðum, myndi fjandsamleg yfirtaka eða innrás verða að mestu leyti snögg og án blóðsúthellinga. Enda gríðarmikill munur á herstyrk Bandaríkjanna og Dana. Ekki býst hann heldur við því að Grænlendingar streitist við hernámsliðinu.

„Í slíku tilfelli er hægt að ímynda sér að sett yrði upp nokkurs konar bráðabirgðayfirvald,“ og líkir þessu við innrásina í Írak árið 2003 þegar Saddam Hussein var velt úr sessi og tímabundin stjórn sett yfir landið. „Yfir stjórninni var bandarískur stjórnandi sem beitti sér fyrir stjórn vinsamlegrar ríkisstjórnar.“ Þar með yrði Danmörk svipt yfirráðum og leppstjórn Bandaríkjanna tæki við.

Landgönguliðar og byssubátar

Annar vísindamaður og sérfræðingur um öryggismál á norðurslóðum, Ulrik Pram Gad sem starfar við Alþjóðlegu dönsku rannsóknarstofnunina, bendir á að það er ekkert auðvelt mál að taka Grænland. Það er vegna aðstæðna þar og stærðar eyjunnar.

„Grænland er ekki svæði sem hentar vel til innrásar. Þetta er risastór bunki af ís umkringdur klettóttri strandlengju sem er aðskilin með háum fjöllum og djúpum ísfylltum dölum. Engin tvö byggðarlög eru tengd saman með vegum. Þegar innrásarher mætir hefur hann engan stað til að fara á,“ sagði Gad.

Sjá einnig:

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi

Þá spurði Gad hvernig hernámið sjálf yrði. „Sveit af bandarískum landgönguliðum sem starfar eins og lögregla í hverju þorpi, sem telur 20 til 200 manns?“ spurði hann. „Bandarískir byssubátar siglandi um til að halda fraktskipum frá því að koma með varning frá Danmörku? CIA fulltrúi sem með byssu neyðir forsætisráðherrann til þess að sverja hollustueið til Donald Trump?“

Telur hann þessar hugmyndir vera fráleitar. Þetta myndi raska öllu vestræna öryggiskerfinu.

„Krafa Trump um eyjuna getur aðeins raungerst sem brot á alþjóðalögum sem Bandaríkin sjálf hafa ekki síst byggt upp frá lokum seinni heimsstyrjaldar,“ sagði Gad.

Erfitt að stjórna fólki gegn vilja þeirra

Ef Grænland yrði hernumið er svo önnur umræða hver staða eyjunnar yrði. Það er hvort hún yrði innlimuð inn í ríkið sem fylki eða fengi annars konar stöðu, líkt og til dæmis Púerto Ríkó eða Guam.

William C. Banks, lögfræðingur og sérfræðingur í innanríkisöryggismálum hjá Syracuse háskóla, sagði að Bandaríkjaþing yrði að setja lög til þess að Grænland gæti orðið fylki. Yrði það þá langsamlega fámennasta fylki Bandaríkjanna, um tíu sinnum fámennara en Wyoming sem er nú það fámennasta.

„Ef íbúar og ríkisstjórn Grænlands og Danmerkur eru á móti þessu þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig stjórn fylkisins myndi ganga,“ sagði Banks.

En Grænlendingar hafa harðlega mótmælt hugmyndum Trump. Hafa margir borið rauðar derhúfur merktar MAGA, Það er „Make America Go Away“ og skilti með áletrunum á borð við „Yankee Go Home“ hafa sést í höfuðborginni Nuuk og víðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn