fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 22:00

JD Vance. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór örugglega ekki fram hjá mörgum að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, skellti sér til Grænlands á föstudaginn. Eiginkona hans var með í för sem og háttsettir embættismenn. Upphaflega átti sendinefndin að fara til Nuuk en hætt var við það og þess í stað lá leiðin í einu herstöð Bandaríkjanna á Grænlandi. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við heimsókninni hafa ekki verið mjög jákvæð.

The New York Times líkir heimsókninni við „fasteignaskoðun“ og segir að aldrei fyrr hafi svo háttsettir Bandaríkjamenn heimsótt Grænland til þess eins að „sýna landið“.

CNN segir að líklega hafi heimsókn varaforsetahjónanna til Nuuk verið aflýst til að forðast „vandræðalegar uppákomur“ en slíkt hefði getað gerst ef varaforsetahjónin hefðu verið viðstödd hundasleðakapphlaup eins og til stóð.

The Washington Post lýsir heimsókninni sem tilraun til „berja á Danmörku“ og BBC segir að þrátt fyrir að Vance hafi gagnrýnt Danmörku í ræðu sinni, hefði málið geta orðið verra. Staða málsins hafi ekki versnað.

Fox News fjallar öðruvísi um heimsóknina, sem er auðvitað engin furða þar sem miðillinn lofsamar Trump og hans fólk við hvert tækifæri, og segir að margir Grænlendingar séu áhugasamir um að semja um að ganga í bandalag við Bandaríkin.  Því hefur Múte B. Egede, fyrrum formaður grænlensku heimastjórnarinnar, ítrekað vísað á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina