The New York Times líkir heimsókninni við „fasteignaskoðun“ og segir að aldrei fyrr hafi svo háttsettir Bandaríkjamenn heimsótt Grænland til þess eins að „sýna landið“.
CNN segir að líklega hafi heimsókn varaforsetahjónanna til Nuuk verið aflýst til að forðast „vandræðalegar uppákomur“ en slíkt hefði getað gerst ef varaforsetahjónin hefðu verið viðstödd hundasleðakapphlaup eins og til stóð.
The Washington Post lýsir heimsókninni sem tilraun til „berja á Danmörku“ og BBC segir að þrátt fyrir að Vance hafi gagnrýnt Danmörku í ræðu sinni, hefði málið geta orðið verra. Staða málsins hafi ekki versnað.
Fox News fjallar öðruvísi um heimsóknina, sem er auðvitað engin furða þar sem miðillinn lofsamar Trump og hans fólk við hvert tækifæri, og segir að margir Grænlendingar séu áhugasamir um að semja um að ganga í bandalag við Bandaríkin. Því hefur Múte B. Egede, fyrrum formaður grænlensku heimastjórnarinnar, ítrekað vísað á bug.