fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 12:12

Mynd: Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri Facebook-færslu Eldfjalla – og náttúruvárhóps Suðurlands er farið yfir stöðuna á eldgosinu í Grindavík. Fram kemur að gosið sé enn sem komið er fremur afllítið en skjálftavirkni í norðurenda kvikuinnskotsins bendi til að mögulegt sé að upp komi eldgos á fleiri stöðum í þeim tveimur sprungum sem nú þegar hafa opnast nærri Grindavík.

Fram kemur í færslunni að gosið við sé er fremur afllítið og hraunrennsli fari hægt yfir. Eigi það við um virknina bæði innan sem utan varnargarða.

Hrauntungan frá megingossprungunni hafi myndað hrauntjörn norðan varnargarða, ofan á hrauni úr fyrri gosum.

Mesta lengd gossprungunnar hingað til sé 700-900 metrar og flæði hafi verið um stærðargráðu minna en í síðustu gosum, í mesta lagi 100-200 rúmmetrar á sekúndu.

Áfram sé þó mjög mikil skjálftavirkni í norðurenda kvikuinnskotsins. Innskotið virðist þar hafa troðist lengra til norðausturs en áður hafi sést síðan jarðhræringarnar í Svartsengi hófust að alvöru í lok árs 2023. Ekki sé því enn hægt að útiloka að gjósa taki á öðrum svæðum yfir kvikuganginum sem myndast hafi síðustu klukkutíma.

Alls hafi yfir 10 skjálftar mælst yfir 3 að stærð síðustu tímana, flestir í norðurenda kvikugangsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Í gær

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Í gær

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol