Banaslys varð við Flúðir í gærkvöldi þegar tveggja bíla árekstur átti sér stað á Hrunavegi. Tveir menn voru í bílunum og annar þeirra, ökumaður jeppabifreiðar, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki sé hægt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu.
Boðað verður til bænastundar´i Hrunakirkju klukkan 11 í dag í kjölfar hins hörmulega slyss. Á Facebook-síðu kirkjunnar segir að samfélagið allt sé harmi slegið vegna fráfalls sveitunga í slysinu og því opni kirkjan til þess að sveitin öll geti sótt sér styrk, tendrað ljós og treyst böndin.