fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fréttir

Kona frá Reykjanesbæ sökuð um svæsið umsáturseinelti – „Ég er einn þeirra sem kærðu ásamt dóttur minni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. mars 2025 08:52

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona frá Reykjanesbæ hefur verið sökuð um svæsið umsáturseinelti (e. stalking) gegn mörgum manneskjum og liggja kærur hjá lögreglu á hana frá a.m.k. fjórum aðilum. Einn þeirra er kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Ingason Elísabetarson sem segir konuna hafa eltihrellt sig í um eitt ár og hafi nýlega byrjað að áreita dóttur hans.

Nútíminn hefur fjallað nokkuð um málið og boðar frekari umfjöllun. Garpur lýsir því í Facebook-færslu í síðustu viku að konan hafi meðal annars logið því að hún sé sambýliskona og barnsmóðir hans.  Hún starfaði til skamms tíma sem kennari og segir Garpur hana meðal annars hafa logið því að nemendum sínum að hún væri móðir barna Garps. Færslan er eftirfarandi:

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þessi kona er búin að áreita mig í tæpt àr. Mig og fleiri. Menn, konur og börn. Hún hefur logið upp á mig og aðra, skorið á dekk og sent skilaboð á mína nánustu. Umrædd kona er kennari og starfar þ.a.l náið með börnum. Þar hefur hún talað um mig sem manninn sinn og sambýlismann við samstarfsfélaga sína og nemendur sína. Þar laug hún líka uppa nemendur og haldnir voru foreldrafundir þar sem hún laug að foreldrum að strákarnir þeirra væru að áreita “dóttur” sína, sem er auðvitað dóttir mín og hefur aldrei hitt eða verið nálægt þessari manneskju.

Mér misbauð svo endanlega þegar hún fór að adda dóttur minni á helstu samfélagsmiðlum.

Ég hef ítrekað talað við lögreglu, og tilkynnt hana. Hún er þegar með fjórar ákærur á sér frá öðrum sem hún hefur verið að áreita um nokkurt skeið. Ég hef reynt að vera rólegur yfir þessu og haldið í þá von að þetta sé búið en nú hefur hún verið að birta myndir af mér nafnlaust í hinum ýmsu hópum á Facebook.“

Rétt áður en Garpur birti þessa færslu voru teknar að birtast nafnlausar færslur í nokkrum Facebook-hópum þar sem ónefnd kona ýjaði að ofbeldi Garps. Mun það vera sú kona sem hann sakar um umsáturseinelti gegn sér.

Annar maður steig fram í Baráttuhópi gegn ofbeldismenningu á Facebook og sagði þetta um umrædda konu:

„Dauði, djöfull og reiði sem fylgir því að hafa þessa á eftir sér, ég er einn fjölmargra sem hafa lent í henni. Kerfið bregst alltaf sama hvað er i gangi.

Geðheilbrigðiskerfið, barnaverndayfirvöld, lögregla og svo mætti lengi telja.

Ég er einn þeirra sem kærðu ásamt dóttur minni.“

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Frosta Logasonar um málið – en frétt okkar heldur síðan áfram þar fyrir neðan:

 

Erfitt, en ekki einsdæmi, að fá fólk dæmt fyrir umsáturseinelti

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir í örstuttu spjalli við DV að sönnunarbyrði sé erfið í umsátureineltismálum. „Þetta ákvæði var tiltölulega nýlega sett inn í hegningarlögin og er kallað umsáturseinelti, í stað þess að notað sé hugtakið eltihrellir. Þetta tengist nálgunarbanni og vísar bæði til samskipta í raunheimum og á netinu.“ Mikið þarf að ganga á til að þolandi teljist geta sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir broti af þessu, að sögn Helga.

Umsáturseinelti var tekið inn í löggjöf hér á landi árið 2021 en a-liður 232. greinar almennra hegningarlaga tekur til þessara brota og segir þar:

„Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Varðandi mál Garps þá lítur út fyrir að mikið af áreiti konunnar gegn honum sé framið undir nafnlausum Facebook-aðgöngum og því gæti reynst erfitt um sönnunarfærslu. Það er samt ekki einsdæmi að fólk sé lögsótt og sakfellt fyrir umsáturseinelti hér á landi. Fyrr á þessu ári greindi DV frá því að kona hefði verið sakfelld fyrir að ofsækja lesbískt par. Sjá nánar hér. Áreiti konunnar gegn parinu fór allt fram í raunheimum.  Hún kallaði á konurnar að þær væru „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur.“ Hún skrifaði á götuna fyrir framan bifreið kvennanna „snípur“ og einnig setti hún handskrifaðan miða inn um bréfalúgu parsins sem á stóð „Ég vil ekki ríða þér“. Konan tjáði lögreglumönnum að hún vildi drepa konurnar, vann skemmdarverk á bifreið þeirra og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu um að leggja frá sér hníf. – Var nóg af sönnunargögnum í málinu og konan var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, sem hlýtur að teljast býsna vægur dómur.

Árið 2023 staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir að leggja fyrrverandi samstarfskonu sína í umsáturseinelti. Á sex mánaða tímabili setti maðurinn sig í samband við konuna í tölvupósti og viðhafði afar óþægileg ummæli, meðal annars skrifaði hann þetta:

„Þú veist auðvitað alveg af hverju ég er svona reiður við þig. Ég er mjög sterkur bæði andlega og líkamlega að öllu jöfnu. En þegar þú sveikst mig um kynlífið sem þú lofaðir eftir allt saman þá komstu heldur betur við veikan blett á mér. Ég hefði algerlega sætt mig við allt saman og verið besti vinur til æviloka ef þú hefðir ekki svikið það. Þegar ég er orðinn svona spenntur og þú búinn að lofa mér þessu þá er ekkert aftur snúið engan veginn alls ekki bara. Þetta mun ég því miður aldrei sætta mig við og lang best fyrir þig að vera bara einhvernstaðar annarstaðar en ég er það sem eftir er. Ég tel mig hafa fullan rétt á að láta svona við þig þar sem þetta eru um það bil mestu svik sem ég hef orðið fyrir. Það verður bara að svo að vera um ókomna framtíð. En ef þú vilt bæta fyrir svikin þá fer öll spennan úr því um leið og við getum orðið bestu vinir sem nokkurn tíma hafa verið til. P.S ég mun samt auðvitað aldrei gera þér neitt. Bara verða reiður við þig og finnst ég hafa fullan rétt á því.“

Þessi óhugnanlega lesning er kannski gott dæmi um þær hremmingar sem þolendur umsáturseineltis mega þola. Ljóst er að þessi tegund ofbeldis verðskuldar meiri umfjöllun fjölmiðla. Búast má við frekari fréttum af því máli sem rakið var hér að ofan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“
Fréttir
Í gær

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sönnuðu mál sitt en voru of sein að bregðast við

Sönnuðu mál sitt en voru of sein að bregðast við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu maðka í getnaðarlim aldraðs manns – Líklegast mistökum á spítala um að kenna

Fundu maðka í getnaðarlim aldraðs manns – Líklegast mistökum á spítala um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílskýlismálið hafi valdið Helgu og Theodór miklu hugarangri – Segja Reykjavíkurborg ganga fram af mikilli hörku

Bílskýlismálið hafi valdið Helgu og Theodór miklu hugarangri – Segja Reykjavíkurborg ganga fram af mikilli hörku