Barn á öðru ári lést í umferðarslysi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Vestfjarðarvegar í Borgarfirði á fimmtudag, 6. mars. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar kemur fram að slysið hafi orðið þegar fólksbifreið og hópbifreið rákust saman á gatnamótum með þessum hörmulegu afleiðingum. Þrír einstaklingar voru í fólksbifreiðinni en um tuttugu manns í rútunni. Ekki urðu önnur alvarleg slys á fólki.
Fjölmennt lið björgunaraðila var sent á vettvang, lögregla, sjúkralið, slökkvilið ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi fer með rannsókn málsins.