fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 7. mars 2025 15:30

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur einstaklingur virðist mjög áhugasamur um starfsemi Vestmannaeyjabæjar og fyrirtækja í eigu bæjarins. Sendi viðkomandi sveitarfélaginu 219 formlegar fyrirspurnir á síðasta ári.

Greint er frá þessu í fundargerð síðasta fundar bæjarráðs Vestmannaeyja en í fundargerðinni segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varði hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu þess, hafi verið 221 á árinu 2024 og hafi þær allar borist frá einum einstaklingi að tveimur undanskildum.

Ekki virðist ólíklegt að þarna sé á ferðinni sami einstaklingur og sendi bænum 348 formlegar fyrirspurnir árið 2023 en greint var frá því að sá tími sem hafi farið í að svara fyrirspurnunum hafi jafngilt um það bil hálfu stöðugildi starfsmanns.

Fyrirspurnum viðkomandi hefur því farið fækkandi og velta má fyrir sér hvort fari að styttast í að hann verði uppiskroppa með viðfangsefni til að spyrjast fyrir um.

Í fundargerðinni eru efni fyrirspurnanna ekki sundurliðuð og því óljóst um hvað fyrirspyrjandinn spurðist helst fyrir um. Af úrskurðum úrskurðarnefndar upplýsingamála má hins vegar ráða að fyrirspyrjandinn hefur ekki alltaf verið sáttur við svör bæjarins við fyrirspurnum hans.

Hvort fyrirspyrjandinn verður jafn duglegur að spyrjast fyrir um starfsemi Vestmannaeyjabæjar á árinu 2025 á hins vegar eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“